Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 19

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 19
19 ■að sjá, hversu við víkur.1 Trúin var almennt orðin veik eða týnd, sannfæríngin alment hálfsofnuð. Ogþetta ástand finst m j e r vera m ó t i því, að goðakvæðin sjeu ort á Islandi í heiðni. BMO fer, eins og reyndar mörgum öðrum svo, að álíta, að hann hafi s a n n a ð sitt mál og ósann- að mitt, mótstöðumannsins; hann segist hafa »sýnt fram á«, að minar almennu ástæður sjeu »í raun og veru einskis virði« (s. 29—30). En liann hefur ekki »sýnt fram á« neitt; hann hefur r e y n t til þess og meira ekki, og þegar svo þessi tilraun er styrkt með lángri tilgátu (um goðana), sjá allir, að and- mæli BMO g e t a ekki veikt mínar a 1 m e n n u skoðanir, hvort sem þær eru nú alveg óbilandi eða ekki; þær standa óhaggaðar fyrir þ e s s a r i árás. Nú koma sjerstöku sannanirnar. Og þá er fyrst m á 1 i ð á Eddukvæðunum (s. 30-46). Jeg hef sjálfur sagt, að lítið mætti af málinu ráða um heimili Eddukvæðanna, vegna þess að mál- ið hefði hlotið að vera svo líkt á íslandi og í Nor- egi um þær mundir, sem þau voru ort. Móti þessu segir BMO, að málið sje »á þeim öllum frá upphafi til enda rammíslenskt« og að þetta sje »einhver hin sterkasta sönnun fyrir því að kvæð- in í þeirri mynd, sem þau nú hafa, sjeu íslensk«. Jeg ætlaði valla að trúa mínum eigin augum, þegar 1) Tilgátu-skoðun BMÓ um goðana á íslandi og aískifti þeirra af trúnni (s. 20—27) kemur ekki mál við mig; mjer linst hún raunar ómöguleg, en — dæmi sögufræðíngarnir. Ef annars er vel gáð að, sannar þessi tilgáta heldur m i 11 mál en BMÓ, og það var þó ekki meiníngin. o*

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.