Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Síða 23
23
norsku, og eftir þvi sem jeg hef nú skýrt málstað
minn (í samræmi við bókm.sögu mína), fara þær at-
hugasemdir BMO fyrir ofan garð og neðan hjá mjer,
þ. e. hitta mig hvergi. Um laukr skal þess að eins
getið, að það er alls ekki s a g t, að það orð þýði
jurtir alment í Yöluspá, þótt það sje alment þýtt
svo; það er líklegast næst að skilja það um sjálfan
laukinn, þótt það kunni að vera nefnt sem pars pro
toto; sýjur er t. a. m. haft um skipið alt í vísum,
en þó m e r k i r sýjur ekki skip, og mart fieira
mætti til tína af sama tagi.
Að lyktum gerir BMÓ nokkrar athugasemdir
um v á undan r. Eins og orð mín sýna (Bókm.s.
56), hef jeg að eins drepið á þetta atriði lítillega
neðan máls; í meginmálinu hef jeg notað það, að v
yfir höfuð er fallið burt, til að sanna, að kvæð-
in sje n o r s k eða í s 1 e n s k (ekki dönsk eða
sænsk), og erum við BMÓ þar vist alveg sammála.
Hinú skal jeg ekki leyna, að af þeim fáu dæmum,
sem til eru, uppá v á undan r, finst mjer eðlileg-
ast að álita, að v hafi verið deyjandi eða dáið út á
Islandi á 10. öld, og að vreiðr og vrungu (vröngu)
hjá Eilífi og Eigli sje norrænulán. En um það vil
jeg ekki þrátta. Jeg hef sjálfur álitið það þýðíng-
arlítið fyrir minn málstað og þýðingarlaust, ef ekk-
ert væri annað og betra.
Þá koma hjá BMÓ andmæli móti þvi, sem jeg
tel merkast, náttúrulýsíngum í Eddukvæðun-
um og ýmsu fleira þess konar (bls. 47—66). Jeg
er að framan búinn að svara þessu til fulls og læt
mjer lynda að vísa til þess. Það er að eins endur-
tekning að fara að tala um hvert einstakt atriði.
Það er í þessum kafla að mest gerist að möguleg-