Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 25

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 25
25 lielgi konungsvaldsins«. Jeg hef g e t i ð þess til, að þetta konúngsvald væri hið nýja konúngsríki í Nor- egi og að Konr ungi, sem þulan endar á og mest hefur kveðið að, eigi að fákna Harald hárfagra. BMÓ hefur auðsjáanlega sótt i sig veðrið, og það ekki lítið, þegar hann fór að rita um kvæði þetta; þar koma fyrir orðatiltæki, sem jeg helst vildi óska að væru óskrifuð. Hann hefur í þessum móði sín- um ekki fullkomlega skilið mína hugsun og verð jeg því að skýra hjer frá henni nokkru gjör. Skáld- ið lætur guðinn Heimdall (Ríg) vera á ferð og koma til ýmsra staða eða bæja og geta barn með konu þeirri, sem er á hverjum staðnum; hann verður á þann hátt faðir þræla, bænda, jarla og konúnga, eða þeirra 4 stjetta, sem kalla mætti; og er hver stjettin annari æðri að líkamlegu útliti, atgjörvi og andlegri íþrótt. Konr ungr (= konúngr) er son Rígs jarls Rigs(= Heimdalls)sonar. I síðustu vís- unum, sem til eru af kvæðinu, er bent til þess, hvað Konr ungi átti í vændum. Hann er á veiðum i skógi og heyrir þá kráku segja á kvisti: »Hvers- vegna lýtur þú að svo litlu, að vera að skjóta okkur fuglana; þú ættir heldur að hafa mátt (menníngu) til að riða hestum og fella h e r m a n n a« (vísan hjá BMO á bls. 68). Hjer er þá — sem víðar, sbr. igðurnar í Fáfnism. —, hvöt til Konar um að verða Ruglegur hermaður. í næstu vísu (sjá BMÓ sst.) er bent til þess, að Danr og Danpr eigi dýrar hallir og æðra óðal, en Konr, sje því nokkru ,æðri yfir höfuð; svo er þeim lýst nánar sem dugleg- um sjófarendum og hermönnum. Hjer er ekki með ■e i n u orði bent til þess, að Konr ungr eigi að berjast við þá Dan og Danp eða vega til hinna -æ ð r i óðala þeirra; það liggur eingan veginn nærri,

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.