Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 32
32
efa um sannleika þeirra«. Annaðhvort hefur
höfundurinn verið kristinn og þá getur hann ekki
hafa haft »djúpa lotníngu« fyrir heiðnum goðum
(sá trúarblendingur, sem BMO visar til, er alt ann-
ars kyns, og ber sist af öllu vott um innilega trú á
hvoruga hliðina, heldur miklu fremur trúleysi); eða.
hann hefur verið heiðinn, og þá getur hann ekki
hafa verið s v o gagntekinn af kristnum sið, sem
endirinn á Völuspá bendir til, ef hann höndlar um
Krist, efsta dóm og eilífa sælu. Jeg gæti tilfært
ótal dæmi upp á það, hve djúpa fyrirlitníngu
virkilega kristnir menn hafi hatt á athæfi heiðíngja.
Hjer er sterk og óleysandi mótsögn hjá BMO sjálf-
um. Jeg skal bæta því við, að ef V.spá er ort af
kristnum manni, er kvæðið með öllu óskiljandi,
hvort heldur sem það er ort í Noregi eða á Islandi..
Og það er skylda BMO og þeirra, sem hans flokk.
vilja fylla, að myndast við að gera einhverja grein
fyrir því, hvernig þeir hugsi sjer kvæðið til orðið,
hver hafi verið hugsun skáldsins og tilgángur osfrv.;;
annars er skilníngur þeirra á siðustu vísunum út I
bláinn og einskis virði. Jeg hef reynt til að heim-
færa V.spá til vissra tima og skýra kvæðið og
skilja eftir þeim tímum — og skoðun mín, þótt til-
gátu-skoðun sje, stendur óhrakin, og læt jeg svo
úttalað um Völuspá að sinni, svo að þetta svar
mitt verði ekki alt of lángt.1
1) BMÓ skrifar og móti skoðun minni á völunum, sem
jeg hef rökstutt í ritgjörð minni í »Þremur ritgjörðum«, og
visa jeg til hennar. Ummæli K. Maurers og BMÓ hafa ekkií
haggað skoðun minni hið minsta, og mætti vera, að jeg
skrifaði sjerstaklega um það mál, áður lángt um líður. —•
Bls. 99 segir BMÓ rjett, að vísan Bræðr munu berjast osfrv..