Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 34

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 34
94 hvöt og Sig. kviða skarama) hafa um lángan aldur verið alment talin með hinum ýngstu kvæðum, og er jeg þar ekki einn um hituna. Þegar nú þessi kvæði bera öll sömu einkennin í mótsetníngu við allan hinn kvæðabálkinn, (og því getur einginn neitað), hvað er þá eðlilegra en að álykta, að þau eigi rót sína í sama lífi og lífskjörum, sje til orðin hjá sömu þjóðinni ? — hvað er se n ni-legra en þetta? Að hinir íslensku nýlendumenn á Grænlandi og eft- irkomendur þeirra hafi verið sumir skáld og átt við skáldskap, er beinlínis hægt að sanna1. Jeg vii hjer að eins minna á, að bragarháttur einn er kallaður «hinn grænlenski*, og er að minsta kosti eldri en um 1140 (smbr. Bragfræði mína 54—5); það er ef til vill þýðíngarlaust, að þessi bragarháttur er ein- mitt fornyrðislagið gamla, sem einkum er haft í Eddukvæðunum, með hendíngum dróttkvæðs háttar2. Móti þessum skoðunum mínum beitir BMO gömlu mögulegleikunum, að miklu leyti, og hef jeg áður talað um gildi þeirra. Áhrifameira kynni það að virðast, er BMO segir bls. 111, að «þúnglyndis- legar harmatölur*, »klúr brigslyrði*, «samtöl og eintöl* komi fyrir i öðrum (öllum) kvæðum en þeim «grænlensku»; en hjer yfirsjest BMO, eins og opt- ar; það er ekki komið undir því, að þess konar hlut- ir og einkenni komi á stöku stað annars staðar fyr- ir — það þurfti hann ekki að segja mjer —, held- ur hitt, hvernig þeir sjeu og hvernig þeir komi fyrir; þess vegna er tölvísis-taflan á bls. 111—112 svo gjörsamlega þýðíngarlaus, að jeg er í vafa um, 1) tímbr. ritgjörð mína í Letterstedtska tímaritinu (*Nord. tidskr. f. litt., vetenskap och konst) 1893, s. 550 osfrv. 2) Sjá Háttatal Snorra 71. visu.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.