Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 38

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 38
38 er rjett, að h falli burt á undan n í fornháþýsku* En þetta á ekkert við hjer; þar sem aldrei|,neitt h hefur staðið í orðinu, þar getur það ekki hafa fallið burt. Orðið Niflung- (þ. nibelung-) kemur af nifl- og í því orði hefur aldrei verið neitt h (lat. nebula, gr. neféle, sanskr. nábhas osfrv., sjá t. d. Kluges orðabók) og mig furðar á, að minn heiðraði mótmælandi skuli hafa komið fram með þá skoðun, að h hafi verið nokkuru sinni i þessu orði í þýsku, nema því að eins að hann neiti þessum uppruna orðs- ins, sem jeg gat uin og einginn efar, en það hefur hann ekki gert svo jeg viti, og getur valla gert það. Jeg hef lika tekið fram það merkilega atriði, að einmitt þau kvæði, sem hjer er um að ræða, hafí líkt upphaf, — og er ekki til neins fyrir BMÓ að vefeingja það sem allir geta lesið. Hann lætur mig segja, að «skáldið láti» þar »í ljós hina per- sónulegu eða hugrænu (súbjektívu) skoðun1 2 * sína», og segir, að þetta sje «ekki satt*. Það er hægt að ósanna orð manns, þegar þau eru ekki höfð rjett eptir.8 Jeg hef ekki talað um, að það komi fram csúbjektív (hugrænu?) skoðun* í þessum kvæða- upphöfum. Jeg hef af ásettu ráði haft orðatiltæki,. sem nær yflr öll þessi upphöf, hvort sem skáldið segir þar: «jeg» eða ekki, nfl. «subjektiv udtal- else» — en það eraltannað en «súbjektív skoð- un». Upphafið «.Frétt hefr öld ófo» er skáldsins eig- in «udtalelse», maður finnur höfundinn eða sögu- manninn í þessum orðum eða bak við þau (en það 1) Gleiðletraö af mjer. 2) Mjer dettur ekki í hug að segja, að BMÓ hafi gert þai> vísvitandi, heldur í gáleysi.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.