Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 40

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 40
40 með mjer, og þær hefur BMÓ ekki veikt með sfn- um mótbárum, sem flestar eru annaðhvort tilgátu- skoðanir eða mögulegleika-skoðanir eða þá byggðar á misskilnfngi. Eins verð jeg enn þá að geta —- af því að verið getur, að því verði blandað saman —, að þ ó 11 aldrei nema BMÓ hefði tekist, að veikja eða hrekja skoðanir mínar, þá hefur hann ekki með því sannað um leið, að kvæðin sjeu íslensk1. Að Íslendíngar hafa safnað þessum kvæðum og geymt þau er ekki óskiljanlegra, en að þeir hafa safnað og geymtkvæði annara norskra skálda (Braga, Þjóðólfs ór Hvini, Guttorms, Eyvindar og fleiri — smbr. orð Snorra í Heimskringlu formálanum); það kemur af gamni því og áhuga, sem Íslendíngar höfðu á öllum andlegum fornmenjum—ef svo mætti að orði komast —; þegar því BMÓ spyr (bls. 125), hvort dæmi sjeu til þess, að nokkur þjóð hafi tekið við skáldskap annarar þjóðar, «en ekki skapað ne itt líkt sj álf»2, þá er hjer sem optar, að þessi röksemd fer fram hjá mjer. Jeg hef einmitt sjálfur sagt og reynt að sýna, að hin eldri Eddukvæða- gjörð hafi vakið líkan skáldskap á Islandi á 12. öld, einmitt á þeim tíma, sem hægt var að gera ráð fyrir því; af þessum eptirlíkfngar kveðskap hygg jeg þar að auki að til sjeu loifar. Hvort sem þetta er nú rjett eða ekki, þá eru orð BMÓ («en ekki skapað neitt likt sjálf») alveg þýðíngarlaus sem vopn gegn mjer. Beatipossidentes!, sælir eru þeir, semhafa 1) Jeg skal geta þess hjer, að í raun og veru hefði mjer ekkert verið kærara en geta sannað, að Eddukvæðin flest eða öll væru íslensk að uppruna, en tilfinníngin í þá stefnu verður að víkja fyrir vísindalegri samviskusemi- 2) Gleiðletrað at' mjer.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.