Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 45

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 45
45 að hann ætli sjáltum sjer part ljónsins, enn setji mig alveg hjá. Jeg þræði, eftir því setn hann seg- ir, »alla krókastiga mögulegleikanna«, enn hann sjálfur fer »þá beinu braut, sem sennileiki og eðli- legleiki vísar á«! I neðanmálsgrein einni tínir hann saman íms orðatiltæki í ritgjörð minni, þar sem jeg segi t. d., að það og það »geti vel verið«, sje »ekki óliklegt« o. s. frv. Jeg firir mitt leiti er nú svo gerður, að jeg vil ekki fullirða neitt nema það, sem jeg veit með vissu, og satt að segja tel jeg mjer það til gildis, og finst það vera miklu rjettara og vísindalegra enn hin aðferðin, sem oft bregður firir í Lit. hist. FJ., að telja það tvímælalaust, sem er annaðhvort eintómur heilaspuni eða þá að minsta kosti mjög vafasamt. Um Vafþrúðnismál segir hann, að það »g e t i e k k i verið samið á Islandi vegna hins sögulega ástands þar*,1 um Hárbarðsljóð og Völ- undarkviðu, að þau kvæði sjeu »fortakslaust (’af- gjort’) norsk,»2 um Hymiskviðu, að það sje »alveg v í s t«, að hún sje ekki íslensk,3 um Þrymskviðu, að það »geti ekki komið tilnokkurra mála, að hún sje samin á Islandi, heldur hljóti bún að vera norsk«,4 um Skírnismál og Gróttasöng telur hann það »v í s t«, að þau kvæði sjeu ekki ís- lensk heldur norsk,5 um Rígsmál og Ljóðatal, að »enginn efigetiáþví leiki ð«,6 um þanu kafla, sem hann telur hinn fjórða í Hávamálum, að. 1) Lit. hist. I, 141. bls. 2) S. st. 152. og 212. bls. 3) S. st. 159. 4) S. st. 164. 5) S. st. 174. og 2)6. bls. 6) S. st. 193. og 243. bis.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.