Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Qupperneq 47
47
•eru gleimd á íslandi enn tíðkuð í Noregi. Þetta
sinir, að honum er alvara, þar sem hann segist
vilja hafa sannleiksástina firir leiðarstjörnu. Hann
segist nú vera mjer »hjer um bil samdóma* um
þetta atriði. Jeg vona því, að hann nú slái svörtu
striki ifir þá staði í bók sinni, þar sem hann vill
sanna, að kvæði sjeu norsk, af þvi að í þeim komi
firir önnur eins orð og deigja, fjarrafleinn, húnn í
merkingunni sveinn’, o. s. frv.
Annars fer það ekki vel á FJ., þar sem hann
"bregður mjer um, að jeg sje altaf að eltast við ein-
tóma mögulegleika. Það er ekki higgilegt firir þann,
sem bír sjálfur i glerhúsi, að hefja grjótkast. Hann
hefur sjálfur ekki gert neitt annað í þessu máli enn
að hvarfla frain og aftur um glapstígu mögulegleik-
anna. Hann játar sjálfur, að sínar eigin skoðanir
hafi engar óiggjandi sannanir við að stiðjast. Hvað
eru þær þá annað enn — mögulegleikar? Og hvað
gerir hann sjálfur, þegar röksemdir mínar hafa kom-
ið honum í bobba? Alveg sama, sem hann ber
mjer á brín: reinir að smjúga úr klipunni gegnum
músarholur mögulegleikanna. Jeg hafði bent hon-
um á það í ritgjörð minni, að orðið lauhr kæmi fir-
ir í Völuspá í þíðingunni: ’planta eða gras alment’
og að sú þíðing mundi vera sjerstaklega íslensk
enn ekki norsk. Sjálfur hafði hann ásamt Múllen-
hoff þítt þetta orð á þessum stað alveg eins og jeg.
Nú segir hann (á 23. bls.), að »það sje als ekki
sagt« að það þiði jurtir alment í Völuspá; það sje
»liklegast næst að skilja það um sjálfan lauk-
inn, þótt það kunni að vera nefnt sem p a r s
pro toto (o: hluti firir heildina)*. Hún er nokk-
uð mjó þessi músarhola, svo mjó, að FJ. á ekki
Fægra með að smjúga út um hana enn úlfaldinn