Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 49

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 49
49 Af því að íslendingar þektu ekki af eigin sjón nema svo fáar trjátegundir enn mörg nöfn á sjerstökum trjám, þá var eðlilegt, að tegundanöfn trjánna fengju hjá þ e i m almenna þíðingu. Enn hjá norskum skáldum eru nöfn trjátegundanna óaðgreinanlega sameinuð við þær mindir hinna sjerstöku trjáa, sem þeir höfðu firir sjer á hverjum degi í náttúrunni, og því er óhugsandi, að t. d. orðið þollr tákni í kveð- skap Norðmanna nokkuð annað eun furutrjeð. Þetta tók jeg fram greinilega í ritgjörð rninni í firra,1 og síndi að þollr væri haft í almennri þíðingu í Yölu- spá, enn FJ. gengur alveg þegjandi fram hjá því, líklega af því að hann hefur ekki treist sjer til að hrekja það með neinu dæmi úr kveðskap Norð- manna. Alveg sarna máli er að gegna um laukinn. Norðmenn þektu hann vel af eigin sjón, enn ís- lendingar ekki, og því er óhugsandi, að orðið lauTcr hafi getað fengið almenna þíðingu hjá Norðmönnum, enn eðlilegt, að það fengi hana hjá Islendingum, eins og líka dæmið vetrarlaukur sínir.2 Ef laukur- inn væri mjög algeng planta, sem mikið bæri á í jurtarikinu, líkt og t. d. grastegundirnar (gramina), þá væri það ekki óhugsandi, að nafn hans hefði getað fengið almenna merkingu í máli Norðmanna, eins og vjer Islendingar t. a. m. köllum oft allar jurtir gras að trjánum undanskildum. Enn það er öðru nær, enn að svo hafi nokkurn tíma verið. Hjer eru þá einnig öll sund »mögulegleikanna« lok- uð íirir mínum heiðraða andstæðingi. Jeg hverf þá frá »mögulegleikunum« og sní mjer að »sennileikanum«. Eptir því sem FJ. sjálfur seg- 1) Tímar. XV, 38.—39. bis. 2) S. st. 38. bls. 4

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.