Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 50

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 50
60 ir, eru allir hans »mögulegleikar« sennilegir, enn mínir ósennilegir, og það er engin furða, þó að það líti svo út i hans augum. Enn »blindur er hver í sjálfs sins sök«, og jeg leifi mjer auðvitað að áfríja sök minni undan dómi hans í dóm óvil- hallra manna. Það er ekki sanngjarnt, að hann bæði verji málið og dæmi. FJ. þikir það sennilegt, að flest Eddukvæðin sjeu ekki til orðin hjá þeirri þjóð, sem hefur fært þau öll í letur, heldur hjá þeirri, sem ekki hefur varðveitt eitt einasta af þeim. Jeg hef talið hið gagnstæða sennilegt. Jeg veit ekki betur, enn að það sje almenn vísindaleg regla, ef eittbvert rit eða einhver hlutur finst í einhverju bjeraði eða hjá ein- hverri þjóð, að eigna það því hinu sama hjeraði eða þeirri hinni sömu þjóð, nema fullgild rök sjeu leidd að þvi, að það sje inu komið úr öðru hjeraði eða frá annari þjóð, rjett eins og engum dettur i hug að eigna sjer kind í annars manns sauðahúsi, nema hann geti helgað sjer hana með marki eða vottorð- um fjárglöggra manna eða öðru þvílíku. Þetta er sú meginsetning, sem er grundvöllurinn undir minni skoðun á Eddukvæðunum og Benedikt Gröndal hafði haldið fram á undan mjer, og mjer finst hún vera. svo sjálfsögð, að um hana þurfi ekki að þrátta„ Eddukvæðin hafa geimst hjer á landi og hvergi annarsstaðar. Þau eru því íslensk, nema annab verði sínt með rökum. Hitt er annað mál, að FJ. hefur reint að leiða rök að því, að mark Norðmanna væri á Eddukvæðunum. Þau rök verður að vega og meta. Enn því má ekki gleirna, þegar dæmt er um, hvort sje sennilegri min skoðun eða skoðun FJ., að sú meginsetning, sem jeg nú tók fram, fellur altaf þúngt í metaskálina mín megin. FJ. hefur

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.