Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Síða 53
53
nje níju, og hef jeg bent á það í hinni firri ritgjörð
rainni, að eðlilegt væri, að orðið hefði fengið þessa
þíðingu á Grænlandi, þar sem ekki var til annar
skógur enn kjarr, og um leið hef jeg sínt, að rök-
semdir þær, sem FJ. hefur reint að leiða að því,
að kvæðið sje norskt, væru fjarstæða ein1. Þessi
einkennilega merking hins umrædda orðs bendirþví
til Grænlands. Enn nú nefnir Konungsbók þetta
kvæði einmitt Atlakviðu hina grænlensku. Það er
því eigi að eins líklegt, heldur jafnvel vafalaust, að
þetta kvæði er með rjettu eignað Grænlendingum.
FJ. gengur þegjandi frara hjá röksemdum mínum
um þetta kvæði — hann hefur líklega átt örðugt
með að vefengja þær — enn segir að eins borgin-
mannlega: »það kvæði getur ekki verið græn-
lenskt«. Slikar röksemdir(!) hafa lítið að þíða í vís-
indalegri deilu. í Völuspá kemur mart firir, sem
er sjerstaklega íslenskt, hvera lundurinn2 og lísing-
1) Tímar. XV, 104,—108. bls.
2) F. J. linst þessi samsetning — hvera lundr — vera
»nauða óíslensk«, et' hverr er = »vellandi brennisteinshverc,
en hann segir ekki, bvað sje óislenskt í henni. Eftir skiln-
ingi íslenskrar alþíðu eru allir hverar »brennisteinshverar«,
svo vatnshverar sem leirhverar, og í þeirri þiðingu hafði
jeg orðið i ritgjörð minni í íirra, þó að það sje miður ná-
kvæmt. Nú veit jeg vel, að rjett hjá leirhverum þrífast
hvorki grös nje trje, og það er líklega það, sem F. J. á við,
bar sem hann kallar samsetninguna óíslenska. Enn því betur
þrííst allur jurtagróður kringum »alkaliska« hvera og laugar,
eins og hvert mannsbarn veit á Islandi, svo að það er ekk-
ert óíslenskt i því að hugsa sjer lund með hverum í. Eða
heldur F. J. að lundar haii ekki verið til á Islandi? Þeir
eru til enn í dag og hafa verið fleiri í fornöld, eins og sjest
á því, að svo margir bæir heita Lundur eða Lundar, þar
sem nú sjest enginn skógur í grend. Landnáma segir, að