Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 55

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 55
55 J>vi, að orðin hafa bæði haldið þessum þíðingum í færeisku máli enn þann dag í dag. Orðið bovur þíð- ir í Færeijum altaf sama sem vjer köllum tún, enn tún táknar að vísu ekki bæjarhúsin, heldur húsa- garðinn, eða það, sem vjer köllum hlað1. Að norska þíðingin í tún sje eldri enn hin íslenska stirkist og af hinu gamla orði túnriða (= hamhleipa, fordæða), sem virðist vera dregið af hinni almennu þjóðtrú, að slíkar kindir væru vanar að ríða bæjarhúsum (sbr. orðabók Guðbr. Vigf. undir túnriða). Þetta orð kemur firir í Hávamálum 155. er., hvort sem það er nú vottur um norskan uppruna, eins og FJ. mundi vilja halda, eða, sem jeg tel líklegra, vottur um það, að orðið tún hafi haldið iengur hinni upp- haflegu þíðingu sinni hjer á landi í samsetningunni, enn þegar það var haft eitt sjer. Hin gamla norska þíðing hefur og haldist við í eiginnöfnunum Nóatún og Hátún (Helgakv. I, 8. og 25. er.) Á Grænlandi virðist orðið tún sömuleiðis liafa haft hina norsku þíðingu, þegar Atlamál voru ort, að minsta kosti í samsetningunni samtýnis. Kvæðið segir í 88. er. uin þau Goðrúnu og Alla, að þau hafi setið »samtýnis«, eftir það að Goðrún hafði gefið Atla hold sona sinna að jeta. Eftir íslenskum skilningi hefðu þau sam- kvæmt þessu átt að sitja hvort á sínum bæ, enn túnin (o: vellirnir) að liggja saman. Enn þess er ekki getið, hvorki i Atlamálum nje Atlakviðu, að Goðrún hafi flatt sig burt úr höll Atla, og rjett á eftir segir kvæðið, að hún hafi vegið hann í svefni og þá auðvitað í höll þeirra beggja. Jeg tel þvi víst, að samtýnis þíði hjer, það sem vjer köllum ,á sama bæ‘. Á sænsku þíðir orðið vanalega ,girð- 1) Sjá oröasatuiö aftan við Færesk anthologi. Kbhvn 1891.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.