Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 58

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 58
68 veittak geig. Skáldið segist hafa sjeð smáplöntur grænar (teina) og stóran blett, sem snjó hafði þítt á (þd), á hinum grasgróna haugi (í túni) Þor- grims1. í Vafþrúðnismálum kveður Oðinn: Segðu þat it ellipta, hvar ýtar túnum í haggvanlc hverjan dag? val þeir Jcjósa ok riða vígi frá, sitja meirr um sdttir saman, Vafþrúðnir svarar: Allir einherjar Óðins túnum í hoggvasJc Jwerjan dag; val þeir Jcjósa oJc ríða vígi frd, sitja meirr um sáttir saman2. Hjer er eðlilegra að hugsa sjer, að einherjar berjist úti á víðum velli enn í húsum inni eða í húsagarði, enda væri það fjarstæða, að þeir »ríði vígi frá«, ef þeir berðust inni. í Þrymskviðu 3. er.: riðu þeir fagra Freyju túna er þá líklega orðið tún sömuleiðis haft í íslenskri merkingu. Og alstaðar annarsstaðar, þar sem orðið kemur firir í Eddukvæðunum, virðist þessi þíðing eiga vel við3. Ef vjer nú eptir þennan langa útúrdúr 1) Jeg hef að eins bætt inn orðinu ok, sem er nauðsyn- legt, til þess að kveðandi haldist. 2) Vaiþrúðnism. 40.—41. er. 3) T. d. Goðrkv. I, 16. er. = Sig. III, 29. er.: ok gullu við garns í túni.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.