Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 61

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 61
61 sje norsk vegalengd. Að því er hið firra snertir, leifi jeg mjer að efast um, að það þurfi alt af að vera eintr j áningur úr eik, þó að bæði FJ. og Fritzner segi það; það virðist hafa táknað ferju úr eik, hvort sem hún var eintrjáningur eða ekki. Enn ætli eikarskip eða eikarbátar hafi verið ókunnir á íslandi? Það þarf ekki annað enn vísaí Höfuðlausn Egils: »Dró ek eik á flot | við ísabrot«. 0g þar sem FJ. segir, að það sje sitt hvað að hafa slík orð í sögum, sem segja frá norskum viðburðum eða hlut- um, eða að hafa þau í kvæðum, sem ekki sjeu að lísa norskum viðburðum, þá leifi jeg mjer að spjrja: Er það ekki líklegt, að höfundur Hárbarðsljóða, ef hann var íslendingur, hafi hugsað sjer, að sagan, sem hann orti út af, færi fram í Noregi? 0g er það nokkuð ólíklegt, að það hafi filgt hinni munn- legu sögusögn, sem hann færði í ljóð, að Hárbarðr ferjukarl hafi haft eikju til að ferja á, líkt og það filgdi sögusögninni um Gautlandsferð Sighvats skálds, að hann hefði farið á eikjukarfa1 ifir ána á Eiða- skógi ? Enn ef svo er, þá stendur alveg eins á 1 kvæðinu og sögunum. Um »atund er til stokksins« get jeg verið fáorður. FJ. segist nú ekki hafa átt við stund, þar sem hann sagði, að þetta væri norsk vegalengd, heldur »náttúrlega« (!) við það sem mið- að er við, þ. e. orðin til stokksins. Þetta gat mig ekki grunað. Eftir almennum mannlegum skiiningi liggur vegalengdarhugmindin í orðinu stund, enn hitt er fjarstæða, að nokkur vegalengd liggi í þvi, sem miðað er við. Hann verður því að kenna sjálf- um sjer um, ef jeg hef ekki skilið hann. Enn látum 1) I vísu sinni talar Sighvatr að eins um k a r f a enn ekki e i k j u karfa (Fms. IV, 185—186).

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.