Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 67

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 67
67 litið á máiið írá norsku sjónarmiði. »Hvernig er það t. d. skiljanlegt«, segir hann, »að refurinn, þetta eina rándír og skaðræðisdír á íslandi, skuli hvergi koma fram (o: í Eddukvæðunum), beinlínis eða ó- beinlínis?« Er þá refurinn sjerkennilegur flrir ís- land? Eru ekki og hafa ekki alt af verið refir til I Noregi? Ef það, að refa er ekki getið í Eddu- kvæðunum, á að vera sönnun firir því, að kvæðin geti ekki verið ort á íslandi, sannar það þá ekki um leið, að þau geti ekki verið ort í Noregi? í steinaríkinu er munurinn meiri millí Noregs og ís- lands, enn hvorki Eddukvæðin nje önnur fornrit vor leggja sig niður við að greina sundur bergtegundir. Grjót er í þeirra augum grjót, hvort sem það er nú í rauninni granit eða basalt eða móberg. Jarðeld- arnir eru að vísu einkennilegir firir ísland og alt, sem þeim filgir (eldfjöll, hrauu, hverar o. s. frv.), enn þess gætir líka í Völuspá, þar sem talað er um h v e r a og heimsbrunanum líst eins og eldgosi {sbr. áður); að slíks er ekki getið í öðriun Eddu- kvæðum, virðist koma af' því, að efnið gefur ekki tilefni til þess. Jeg higg því, að F. J. verði að játa, að það sje þíðingariaust í þessu máli, þó að ekki komi meira firir at þvi, sem er sjerstakt firir ísland í Eddukvæðunum. Enn það kemur mart firir í Eddukvæðunum, segir FJ., sem er sjerstakt firir Noreg og ekki til á íslandi, og því hljóta þau að vera norsk. Hjer mega menn ekki gleima því, að það að kvæðin hafa geimst á Islandi og eru skráð þar enn ekkert í Noregi, og að einungis tvö af þeim eru talin útlend í Konungsbók — þetta fellur hjer í metaskálina ís- lands megin. Enn — setjum nú, að kvæðin sjeu ís- lensk — er það þá nokkuð undarlegt, að einhverju b*

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.