Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 68
68
bregði firir í þeim úr náttúru þess lands, sem ís-
lendingar þektu best. Jeg hef áður sínt fram á,
hve eðlilegt það er, að útlendum eða jafnvel alveg
óvirkilegum náttúruhugmindum bregði firir í kveð-
skap skáldanna. Jeg skal nú taka fram tvö dæmi
úr einu af Eddukvæðunum, Atlamálum, sem allir
eru samdóma um, að sje grænlenskt. Glaumvör
segir Gunnari draum sinn í 24. er.:
Geir hugðaJc standa
i gognum þík miðjan,
emjuðu úlf ar
á endum háðum.
A Grænlandi hefur skáldið þó víst aldrei heirt »úlfa
emja«. Og i 72. er. segir Goðrún um sig og Högna,
bróður sinn:
Alin við upp várum
i einu húsi,
léJcum leik margan
ok í lundi óxum.
Það er ekki neitt einkennilega grænlensk hugmind
þetta, að þau hafi vaxið »*' lundi«, einkum ef það
er satt, sem FJ. heldur fram, að Grænlendingar
hafi hugsað sjer höll Gjúkunga umkringda ísflákum
og jökulbreiðum! Jeg neita því ekki, að lundar
hafi verið til á Grænlandi, enn íátítt mun það hafa
verið, að grænlensk börn ixu upp í lundi, og því
þikir mjer eðlilegast, að hjer hafi útlend hugmind.
um suðræna náttúru, blíðari og fjölskrúðugri enn
Grænlands, vakað firir skáldinu. Sjerstaklega verða
menn að fara varlega í því að álikta nokkuð af
þvi, þó að eitthvað óíslenskt komi firir í orðskvið-
um eða talsháttum eða samlíkingum, sem geta ver-
ið talshættir, því að slíkt er mjög lífseigt i þjóð-
málinu og getur haldist við margar aldir eftir það.