Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 74

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 74
74 þá er hann nægileg sönnun firir því að skáld — og það góð skáld — hafi verið til á íslandi firir 950. Og þarf meira til að irkja Eddukvæði enn að vera skáld? Þarf maður endiiega að vera hirð- skáld? Jeg held einmitt, að hirðarloftið hafi verið óholt firir Eddukveðskap. Og þar að auki var Eg- ill hirðskáld. Hann dvaldi við hirð Aðalsteins kon- ungs og orti um hann, eftir því sem FJ. sjálfur seg- ir, og er brot til af kvæðinu ennb Og ekki get jeg sjeð neinn verulégan mun á Höfuðlausn Egils og öðr- um hirðskáldakvæðum. Það getur verið, að sagan. um Haraldsnið sanni ekki, aðhver og einn Is- lendingur hafi fengist við skáldskap, enda hef jeg aldrei sagt það, en hún sfnir þó, að það hafi verið mjög alment að irkja á íslandi á 10. öldinni. FJ. neitar því, að Haraldr hárfagri hafi hnept Noreg í dróma og fullirðir, að ok hans hafi aldrei verið nje orðið svo mikið, »að hver og einn einstak- ur maður væri ekki eins fullkomlega persónuiega frjáls sem áður«. Þetta er ní kenning, og jeg þori óhræddur »að leggja hana undir dóm sagnafræðing- anna«. Hvað segir Snorri? Þar sem hann segir frá því, er Hákon Aðalsteinsfóstri gekk til rikis, standa þessi orð1 2: »Þau tíðindi spurðust á Upplöndr at Þrœndir höfðu sér konung tekit slikan at öllu, sem Haraldr hinn hárfagri var, nema þat skildi, at Har- aldr hafði allan lýð í landi þrœlkat ok áþját, en þessi Hdkon vildi hverjum manni gott ok þauð aftr at gefa bœndum óðul sín, þau er Haraldr konnngr hafði af þeim tekit. En við þau tli-U-dl^rðu allir glaðir, ok sagði hverr öðrum; flaug þat sem sinueldr 1) FJ., Kritiske studier 114.—115. bls. FJ., Egilssaga LYI.— LVII. bls. Lit. hist. I, 491. bls. 2) Hkr. Hák, góð. 1. k.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.