Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 76

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 76
76 greiðlega alþíða gekk að valdboði alþingis ura kristn- ina, gera sjer eigi nógu ljósa hugmind um, hvað það hefur að þíða, að goðarnir allir láta skirast og ganga undan merkjum heiðninnar. Hugsi menn sjer, hver áhrif það mundi hafa á almenning, ef allir prestar hjer á landi alt í einu tækju katólska trú! Og þó vóru goðarnir meira en prestar forfeðra vorra, þeir vóru líka hinir einu veraldlegu valds- menn. Kristniboð þeirra allra í sameiningu hlaut því að hafa miklu meira afl enn Olafs konungs Tryggvasonar eins, þó harður væri. Um leið hef jeg sínt fram á, að heiðnu goðunum var að nokkru leiti vorkunn, þó þeir brigðust trúarbræðrum sínum og tækju kristni, því að þeir áttu á hættu, ef þeir gerðu það ekki, að missa alt sitt veraldlega vald. FJ. kallar þessa skoðun »ómögulega«, enn reinir þó ekki til að færa fram eina einustu ástæðu á móti henni. Hún stendur jafnrjett firir þvílíkum röksemd- nm. Um hin einstöku kvæði get jeg einnig visað til þess, sem jeg hef áður sagt. Jeg kenni satt að segja í brjósti um FJ., þegar hann er að reina að verja skoðanir sínar um Rígsþulu, að jarlssonurinn Konr ungr, sonarsonur eins af Asum, sje sami og konungs- sonurinn Haraldr hárfagri, sem samtíða menn hugs- uðu sjer kominn frá Asum í 27. lið, og jeg skal ekki angra hann með því að fara langt út í það mál. Jeg er einungis neiddur til að taka það fram, að það er ekki til neins flrir FJ. að ætla að koma því á mig, að jeg hafi líkt saman hinu upphaflega ríki Konar ungs og hinu stóra riki, sem Haraldr rjeð fyrir, eftir það að hann hafði lagt undir sig allan Noreg. Það er hann sjálfur, sem hefur

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.