Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 77
77
gert það1, og það var móti þeirri kenningu
h a n s, að jeg tók það fram, að þau átján bú, sem
Konr átti í mesta lagi, gæti ekki verið allur Noreg-
ur. Enn látum svo vera! Hugsum oss, að hið upp-
haflega ríki Konar ungs eigi að svara til hins
upphaflega ríkis Haralds, sem hann erfði eftir
föður sinn. Var erfðaríki Haralds þá að eins »smá-
rfki«, eins og FJ. segir? Var það ekki meira en
18 bú? Snorri segir, að Hálfdan svarti, faðir Har-
alds hafi átt eða eignast þessi hjeröð: Agðir, háifa
Vestfold, hálfa Vingulmörk, Raumarfki, hálfa Heið-
mörk, Þótn, Haðaland, Sogn, Vingulmörk og Hringa-
ríki2. Þetta var erfðaríki Haralds og það á að vera
sama sem þau 18 bú, er Konr ungr átti! Hjersjest,
og einna ljósast, hversu skaðvæn áhrif sú meinloka, að
Eddukvæðin hljóti endilega að vera ort í Noregi,
hefur haft á rannsóknir FJ. Hjer koma firir þessi
athugaverðu orð í svari hans (á 26. bls.): Með,
þessu einu móti (o: að Konr ungr merki Harald,
hárfagra) get jeg skilið, að kvæðið sje ort í
Noregi«. Með öðrum orðum: F. J. hefur engan
annan veg sjeð til að gera Rígsþulu norska enn þann,
að Konr ungr og Haraldr væri sami maðrinn, og þá
1) Lit. hist. I, 190.—191. bls.: Æensigten er ábenbart at
forberlige kongedömmet som den ypperste statsíor-
íatning ... Dette kongedömme kan ikke være det danske
da det danske rige (Dans og Danps rige) stilles op som mod-
sætning til Kon den unges (Rígs) og bans faders land . . ..
Dette kongedömme kan kun være det norske og da ikke no-
get af de ubetydelige »næskongedömmer« men selve Harald
hárfagres kongedömme; det er dette, der som en fuld-
byrdet kendsgærning forudsættes i digtet, og som det er hen^
sigten at forherligec.
2) Hkr. Hálíd. svart. 1.—9. kap. og Yngl. 51. k.