Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 78

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 78
78 var sjálfsagt að halda þessu fram, þó að öll skin- samleg rök sjeu á móti því! Um Hyndluljóð skal jeg ekki fjölirða. FJ. hefur ekki komið fram með neinar níjar ástæður, og get jeg því skírskotað til þess, sem jeg sagði um það kvæði í firra1. Um Völuspá hef jeg bæði i firra og hjer að framan sínt fram á ljós rök firir því, að kvæðið sje islenskt. FJ. játar nú, að endir kvæðisins geti verið kristilegur, jeg álit það vafalaust — það er munurinn. FJ. finst það vera óhugsandi, að sami mað- urinn hafi getað verið kristinn i anda og trúað á sigur kristninnar og um leið borið djúpa lotningu firir hinum gömlu goðum og goðasögnum. Þetta held jeg komi af því, að FJ. hefur ekki skignst nógu djúpt inn í hinn leindardómsfulla helgidóm guðhræddrar mannlegrar sálar. Jeg held því fram, að slíkur trúarblendingur eigi að eins hafi getað verið til á íslandi um þessar mundir, heldur að hann hafi verið til. Svo kveður Hallfreðr vand- ræðaskáld íslendingur: »en trauðr, því at vél Viðris vald lwgnaðisk skaldi, legg ek d frumver Friggjar fjón, því at Kristi þjónum«. Skáldið segist vera trauður til að leggja hatur á Óðin, þvi að sjer hafi líkað vel vald hans. Ekki ber þetta vott um neina »firirlitningu« firir hiu- um gömlu goðum. Og hins vegar höfum vjer enga ástæðu til að efast um, að Hallfreði hafi verið full alvara þegar hann kvað: Krist vil ek allrar ástar 1) Tímar. XV, 77.-79. bls.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.