Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 83
83
ura höll Grjúkunga. Ekki hefur grænlenska skáldið,
sem orti Atlamál, hugsað sjer það, þar sera hann
lætur Goðrúnu segja, að þau Högni hafi vaxið upp
í lundi (sbr. hjer að framan). FJ. finst það skáld-
legt að láta Brjrahildi sampínast náttúrunni, ganga
um kalda staði, þegar henni er sjálfri kalt í skapi.
Enn er slík sampíning milli mannsins og náttúrunn-
ar ekki alveg dæmalaus í fornum kveðskap? FJ.
hefur ekki bent á neitt líkt dæmi. Jeg verð því ab
halda mjer við mína skoðun, að isa og jökla sje
eignarfall fleirtölu og stjórnist af fylld, þó með þeirri
breitingu, að jeg held nú ekki framar, að jökull þíði
hjer ísstöngul, heldur hjer um bil sama, sem vjer
köllum klaka. I sögu Hákonar gamla segir Sturla
Þórðarson, að vin, sem konungur átti, hafi frosið-
í verplum, og hafi hestasveinar konungs tekið verpl-
ana og brotið, «síðan tóku þeir jöklana (= hið frosna
vfn) ok brœddu, en suma átu þeir« (Fms. IX 345).
í Sturlungu segir, að Hvamms-Sturla hafi beðið menn
sína bera svo »öxarsköpt sín at eigi leggi jökul (=
klaka) a« (Sturl.2 I, 64. bls.) og í Grettlu, að þeir
fóstbræður Þormóðr og Þorgeirr hafi sett upp skipið
»með öllum sjánum, þeim sem i var, ok jöklinum
(= klakanum utan á skipinu), en þat var mjök sýlt«.
Og sama higg jeg sje þíðing orðsins í Hymiskviðu
10. er., þar sem það er haft um klakaskegg Hymis
(abr. »karls við freðið klalcaskegg | kœrust dóttir hlœr«
Stgr. Thorsteinsson), og eins á þessum stað í Sigurð-
arkviðu. Þá getur FJ. ekki framar sagt, að það
sje nokkur »hringlandi innan í aumingja mannin-
um«! Þröngsíni og einfeldnisleg skoðun á hinum
gömlu sögnum er ekki framar grænlensk enn íslensk.
Jeg vil í þessu efni benda FJ. á Bárðars. 7. k. 14.
bls., þar sem þess er getið, að »þat segi nökkurir
d*