Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Qupperneq 84
84
menn«, að Goðrún Gjúkadóttir hafi þegið veturvist
að Hjalla í Ölfusi! Um orðið Hniflungr heí jeg
haldið því fram, að það eigi alstaðar í Eddukvæð-
unum að rita það og kveða að því með hn (ekki n),
og þá auðvitað líka í grænlensku kvæðunum, Atla-
kviðu og Atlamálum. Enn það er ekki rjett, sem
FJ. gefur í skin, að stuðlasetningin í Atlamálum
síni, að orðið hafi verið borið fram með hn á Græn-
landi1. Það sjest að eins á þvi, að stuðlasetningin
heimtar hn í tveim kvæðum, sem ekki eru eignuð
Grænlendingum enn enginn staður er til í neinu
kvæði, þar sem hún heimtar n, og i annan stað á
javí, að orðið er tvisvar skrifað með hn í Konungs-
bók. Áður enn FJ. áliktar, að þau tvö kvæði, þar
sem stuðlasetningin heimtar hn, sjeu grænlensk, þarf
hann að sanna tvennt: 1) að stuðlasetningin í þeim
kvæðum, sem vafalaust eru grænlensk (Atlakviðu og
Atlamálum) heimti hn, og 2) að stuðlasetningin í
þeim kvæðum, sem ekki eru grænlensk, heimti n.
Hvorugt hefur hann sannað, og geri haun það, ef
hann getur. Á meðan þetta er ósannað verð jeg að
halda því fram, að bæði Islendingar og Grænlend-
ingar hafi kveðið að orðinu með hn um það leiti, sem
Eddukvæðin eru ort. Það dugir ekki firir FJ. að
vitna í hina almennu afleiðslu orðsins (af nifl-). Af-
leiðslan verður að ganga út frá hinni elstu mind
orðsins, og ef hún er nú Hniflungr enn ekki Niflungr,
verður að haga sjer eftir því. Mjer firir mitt leiti
hefur altaf þótt ólíklegt, að Hniflungr eða Niflungr
þíddi »sonur mirkursins« eða »souur þokunnar*.
Það hlítur eins og önnur niðjanöfn (patronymica)
að vera komið af einhverju eiginnafni, sem táknar
1) Tímar. XV, 108. bls.