Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 89

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 89
89 IX. árg. 1892, nr. 26-28, 31—32, 34, 37—38. Eg hefi borið útgáfuna nokkuð saman við frumritið og get borið vitni um, að hún er mjög nákvæm. Þáttur Jóns lærða um víg Spánverja hefir snemma. orðið kunnur, eins og ekki er reyndar að furða, því það var von að menn fýsti að fá sem ijósastar fréttir um þessi hryðjuverk, og er merkilegt að hann skuli ekki vera til í fleiri handritum en þessu eina, svo menn viti. Björn á Skarðsá segir þar sem hann minnist á vígin (við árið 1616): »Um þetta finnst gjör skrifað á Vestfjörðum, hverja sem það girnir að lesa«, og á hann þar eflaust við þátt Jóns lærða, en svo litur samt út sem hann hafi ekki haft hann undir höndum, því hann segir öðru vísi frá vígunum en Jón i ýmsum greinum og miklu reingra. Aptur hefir Jón Espólín auðsjáanlega haft þátt nafna síns undir höndum, en metið hann mjög lítils eða virt hann alveg að vettugi. Hann trúir aptur á frásögn séra Olafs á Söndum, sem bráðum verður minzt á. »Tökum vér þar meira af og trúum betur«, segir hann, »en því er Jón lærði hefir skráð um það efni« (þ. e. vígin. Árb. V, bls. 132). Þegar rétt or gáð að, ber þáttur Jóns lærða þó með sér, að hann er rétt hermdur i öllum aðalatriðum. Jón var sjálf- ur við, þegar skip Spánverja brotnuðu, og hlaut hann því að vera manna færastur til að segja trá þeim atvikum öllum, en að því er snertir vígin sjálf, segist hann fara eptir sögnum prests síns, séra Jóns Grímssonar í Árnesi og fimm nágranna sinna, sem allir voru staddir við þau og hafa eflaust tekið beinan þátt í þeim. Xú var öllum þessum mönnum ilia við Spánverja og auk þess voru sumir þeirra liáðir Ara bónda Magnússyni f Ögri, sem stóð fyrir vígunum, svo þeir hafa eflaust ekki borið Spánverj-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.