Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 90

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Page 90
90 ura söguna betur en þeir áttu skilið; er því ekki hætt við að saga Jóns sé fegruð að því er snertir vígin sjálf og það því síður sem hann segir sjálfur i inngánginum fyrir þætti sínum, að hann leyni jafnan því ljótasta »og aldrei alt greina skulu, sem og i sannleika mun reynast«. Aptur er, ef til vill, ekki laust við að Jón sé heldur hliðhollur Spánverjum að þvi er snertir að- dragandann að vígunum. Hann dregur þó einga dul á að sumir þeirra hafi hnuplað ýmsu frá lands- búum, þótt hann geri reyndar ekki eins mikið úr ránum þeirra og séra Olafur á Söndum, en hann hefir séð að ranglátt var að láta það bitna á öllum hvalveiðamönnunum, þóttnokkrir þeirra væruófrómir og enn ránglátara að drepa fjölda manna fyrir svo litlar sakir og hefir honum þvi crðið ósjálfrátt, að draga heidur úr gripdeildum Spánverja. En einkura kemur hlutdrægni hans fram í því, að hann minnist alls ekki á hótanir Spánverja við Ara bónda og hefir honum þó hlotið að vera kunnugt um þær. Þetta getur valla verið gleymska hjá Jóni. Þegar á alt er litið, er þáttur Jóns greinilegasta frásagan um vig Spánverja, sem til er og verður ávalt aðal-heimiidarritið um þessa atburði. Jón Espólín hefði því einmitt átt að fara sem mest eptir honum, þar sem hann lýsir vigunum á Spánverjum i Árbókum sínum, en því fer svo fjarri að hann geri það, að hann tekur ekkert tillit til frásagnar Jóns og vænir hann jafnvel lygi þar á ofan, alveg ástæðulaust. Jón Espólín gerir sér jafnvel svo mikið far um að hnýta í nafna sinn, að hann stendur sjálfur uppi eins og ósannindamaður. Jón Espólín segir: »Hann (þ. e. Jón lærði) sagði svo frá, að mjög illa hetði verið að þeim (þ. e. Spánverjum)

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.