Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 96
96
lendis. Hann segir þannig, að meginþorrinn af
skipum Spánverja, sem voru við ísland 1615, hafi
haldið »heim til Moscoviam«, en það er mjög rángt,
,því Moskóvía þýðir Rússland.
Menn hafa fyrst sögur af Spánverjum — eg
held nafninu — við Island 1613. Þetta ár og næsta
ár komu ýms hvalveiðaskip að Vestfjörðum og gerðu
skipverjar þar talsverðar óspektir með hnupli og
gripdeildum. Ekki er annars getið en Íslendíngar
hafi látið þá hlutlausa, en aptur hafa þeir eflaust
kvartað undan þeim, þvi 30. apríl 1615 gefur Krist-
ján konúngur IV. út bréf um Spánverja, sem kunni
að vekja óspektir á Islandi eða í hafinu kríngum
það. Bréf þetta er reyndar til prentað á tveimur
stöðum, í Hist. Eccl. III, bls. 80—81 og í lagasafni
Magnúsar Ketilssonar, Forordninger og Aabne Breve
II. Hrappsey 1778, bls. 261, en báðar þessar bækur
eru í fárra manna höndum, og tek eg því hér upp
þýðingu á bréflnu:
Um Baska1 og aðra, sem sýna landsbúum ofríki
og vinna þeim tjón.
Vér Christján IV. o. s. frv.
lýsum því yfir, að vér höfum feingið vitneskju um
að seinasta sumar hafi Baskar og aðrar þjóðir
feíngizt við hvalveiðar í hafi voru og krúnunnar við
ísland, að þeir hafi rænt þegna vora þar í landinu,
rekið þá frá heimilum sínum og unnið þeim mikið
mein og tjón. Og svo að hægt sje að hrinda af
sér og varna slíku ofríki og ráni,. þá höfum vér af
náð vorri leyft og lofað lénsmanni vorum á hinu
fyrnefnda landi voru, Islandi, og þegnum vorum,
1) »Bischaier«.