Eimreiðin - 01.05.1903, Blaðsíða 20
IOO
frjálsmannlegri en hún getur verið á þeim stöðum, þar sem bæj-
ar- eða embættisaðall situr innan sinna múra og breiðir um sig
hefðardaun, en hefir ekki öðru ágæti að treysta en aðalsgirðing-
unni, sem verndar þá fyrir augum borgaranna. Hér getur enginn
neinu slíku treyst til vegs og virðingar, og það er aftur vafalaust
ein af orsökunum til þess, að menn leita sér sæmdar í fram-
kvæmdum og dugnaði meira hér en annarstaðar, þegar miðað er
við efni manna. Öll er umgengni hér þó kurteis og gestrisni er
meiri hér á Seyðisfirði en víða annarstaðar, því hér eru mörg
hús, þar sem maður getur varla komið svo inn fyrir dyr að ekki
sé eitthvað boðið, kaffi, bjór eða vín, og það þó maðurinn sé alt
annað en sjaldsénn gestur. Norðmýlingar eru í heild sinni gest-
risnir menn bæði í Fjörðum og á Héraði, svo að ég hefi ekki
þekt það betra annarstaðar og tæplega eins. En þetta sýnist þó
vera hér á Seyðisfirði fremur bæjarbragur en arfur, því þeir eru
engu síðri í þessu, sem hér eru ekki innbornir. Pessi gestrisni hér
er með fullri alúð og hefir beztu áhrif á alla samvinnu. Menn
tala þá saman um málefni og fyrirtæki kunninglega en einarðlega
og úr þessu verður þó dálítið samhf, sem aldrei næst með þurr-
um og stirðgengum fundarhöldum, því þangað koma Seyðfirðing-
ar albrynjaðir eins og aðrir og skilja vanalega samvizkurnar eftir
heima, þeir sem þær eiga.
Að öðru leyti er andlegt líf eða samlíf hér lítið og fræðitölur
á kvöldum eða sunnudögum nær ókunnar, nema eitthvert að-
skotadýr biðji um Bindindishúsið, sem þó sjaldan er. Á vetrum
hafa menn sér það helzt til skemtunar að koma hver til annars
og spila eða tefla; eru þá 4 og 4 saman t. d. um lomberspil og
koma saman eitt kvöld í viku og sitt kvöldið hjá hverjum. fað
er vel til fundið og tiltölulega kostnaðarlítið. Betta munu flestir
menn gera hér, bæði verzlunarmenn og verkmenn, og er góður
siður og saklaust að fylgja honum til þess, er önnur öld finnur
annan betri.
Hótellíf er hér fremur lítið og er það nokkuð að kenna bæði
húsnæði og fyrirgreiðslu. Þó er töluvert leikið hér við hnattborð
og gæti þar verið bezta samkunda, því þar sézt örsjaldan ölvað-
ur maður. I'ar hafa nú undanfarna vetur verið haldnir spila- og
dansfundir og verið góð skemtan. Af félögum hafa leikfélagið og
kvenfélagið verið þau einu, sem nokkuð hafa gert til þess að
stytta mönnum veturinn. Leikfélagið hefir leikið hér um jólaleyt-