Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Blaðsíða 66

Eimreiðin - 01.05.1903, Blaðsíða 66
146 Merkileg draugasaga. í Sunnanfara XI, 4 (apríl 1901) er merkileg draugasaga, sem ég gæti ímyndað mér að ýmsum hefði orðið til styrkingar hjá- trúnni á þessum afturgöngutímum. Aðalinnihald sögunnar er sem nú segir. Tveir menn, Guðfinnur og Hafliði, koma á vetrardag að Mýrartungu, þar sem Gestur Pálsson er; Guðfinnur er vaskleika- maður, Hafliði táplítill. Næsta morgun lítur út fyrir byl, og Haf- liði vill helzt hvergi fara, en lætur þó tilleiðast fyrir eggjanir Guð- finns að leggja á stað með honum. Pegar þeir eru farnir, brestur á svarta hríð og styttir ekki upp fyr en á þriðja degi; þá sjá menn til Guðfinns frá Mýrartungu. Er hann færður þangað heim og verið yfir honum dag og nótt í þilhúsi frammi í bænum, þar eð hann var mjög kalinn. G. P. býðst til að vaka yfir honum. Guðfinnur kvartaði undan því, að Hafliði sækti að sér. G. P. fær síðan að vita, með hverjum hætti þeir félagar hafi skilið. Verð ég hér að láta koma orðrétta söguna eins og hún stend- ur í Snf. ».......Peir lögðust fyrir undir stórum steini og létu skefla yfir sig. Meðan þeir höfðust við þarna í skaflinum, fór Hafliði að ámæla Guðfinni harðlega, kvaðst nú mundu týna lífinu, og það væri honum að kenna — jafnframt hét hann Guðfinni því, að hann skyldi ekkert til spara að ónáða hann, þegar hann væri dauður. En brátt fór aö draga af Hafliða og seig á hann mók. Pegar hann hafði sofið um hríð, virðist Guðfinni hann rísa upp, hvessa augun á sig voðalega og hníga svo útaf aftur. Pá fanst Guð- finni sem hann mundi vera örendur. Og í sama bili kom að honum svo mikill ótti, að hann hélzt ekki lengur við í snjóhúsinu, heldur reif sig út úr því og lagði á stað út í bylinn«. »Pegar sjúklingurinn hafði lokið sögu sinni, seig í brjóstið á honum. G. P. notaði þá færið til þess að fara inn í bæ og fá sér kaffi Pegar hann kom fram aftur, var sjúkfingurinn risinn upp og var þá afar-felmtsfullur. Sagði að Hafliði hefði þá verið þar inni í húsinu og sótt að sér«. »Rétt í því bili var rekið roknahögg í þilið milli skálans, sem þeir vóru í; og bæjardyra«. »G. P. snarast þegar út í bæjardyrnar og út á hlað. Tungl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.