Eimreiðin - 01.05.1903, Blaðsíða 66
146
Merkileg draugasaga.
í Sunnanfara XI, 4 (apríl 1901) er merkileg draugasaga, sem
ég gæti ímyndað mér að ýmsum hefði orðið til styrkingar hjá-
trúnni á þessum afturgöngutímum. Aðalinnihald sögunnar er sem
nú segir.
Tveir menn, Guðfinnur og Hafliði, koma á vetrardag að
Mýrartungu, þar sem Gestur Pálsson er; Guðfinnur er vaskleika-
maður, Hafliði táplítill. Næsta morgun lítur út fyrir byl, og Haf-
liði vill helzt hvergi fara, en lætur þó tilleiðast fyrir eggjanir Guð-
finns að leggja á stað með honum. Pegar þeir eru farnir, brestur
á svarta hríð og styttir ekki upp fyr en á þriðja degi; þá sjá
menn til Guðfinns frá Mýrartungu. Er hann færður þangað heim
og verið yfir honum dag og nótt í þilhúsi frammi í bænum, þar
eð hann var mjög kalinn. G. P. býðst til að vaka yfir honum.
Guðfinnur kvartaði undan því, að Hafliði sækti að sér. G. P.
fær síðan að vita, með hverjum hætti þeir félagar hafi skilið.
Verð ég hér að láta koma orðrétta söguna eins og hún stend-
ur í Snf.
».......Peir lögðust fyrir undir stórum steini og létu skefla
yfir sig. Meðan þeir höfðust við þarna í skaflinum, fór Hafliði að
ámæla Guðfinni harðlega, kvaðst nú mundu týna lífinu, og það væri
honum að kenna — jafnframt hét hann Guðfinni því, að hann
skyldi ekkert til spara að ónáða hann, þegar hann væri dauður.
En brátt fór aö draga af Hafliða og seig á hann mók. Pegar
hann hafði sofið um hríð, virðist Guðfinni hann rísa upp, hvessa
augun á sig voðalega og hníga svo útaf aftur. Pá fanst Guð-
finni sem hann mundi vera örendur. Og í sama bili kom að
honum svo mikill ótti, að hann hélzt ekki lengur við í snjóhúsinu,
heldur reif sig út úr því og lagði á stað út í bylinn«.
»Pegar sjúklingurinn hafði lokið sögu sinni, seig í brjóstið á
honum. G. P. notaði þá færið til þess að fara inn í bæ og fá
sér kaffi
Pegar hann kom fram aftur, var sjúkfingurinn risinn upp og
var þá afar-felmtsfullur. Sagði að Hafliði hefði þá verið þar inni
í húsinu og sótt að sér«.
»Rétt í því bili var rekið roknahögg í þilið milli skálans, sem
þeir vóru í; og bæjardyra«.
»G. P. snarast þegar út í bæjardyrnar og út á hlað. Tungl-