Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Blaðsíða 61

Eimreiðin - 01.05.1903, Blaðsíða 61
'4i enn fremur tveim tegundum elftinga. Að lokum er skýrt frá efnum í heyi frá Möðruvöllum. Þaragróður í sjó og vötnum á Islandi hefir hingað til verið lítt rannsakaður, miklu minna en aðrar deildir grasaríkisins. Helgi Jóns- son hefir með miklum dugnaði og vísindalegri nákvæmni fengist við rannsókn þessa jurtaflokks, hann hefir sjálfur safnað afarmiklu víðs vegar við strendur íslands og rannsakað söfn annarra. Þessum rann- sóknum sínum er Helgi nú búinn að koma í eina heild og er farinn að gefa út nákvæma skrá yfir íslenzka sæþara og hefir hinn fyrsti þáttur verið prentaður í hinu danska grasafræðistímariti: »The marine Algæ of Iceland« I, Rhodophyceæ (Botanisk Tidsskrift 24. Bd., bls. 127 —155. Með fjórum myndum). Ritgjörð þessi er stórmikil fram- för í vísindalegri þekkingu um grasaríki Islands. í þeim þætti, sem út er kominn, eru taldar 70 tegundir og af þeim 2 nýjar fyrir vísindin, sem Helgi hefir fyrstur fundið og lýst. Væri óskandi að höf. gæti haldið áfram þessu þarfa og þýðingarmikla fyrirtæki og svo einnig auðgað vísindin með lýsingu á íslenzkum vatnaþörum, sem mjög lítið hefir verið ritað um, en hann er manna færastur að fást við. Þá hefir Bjarni Sæmundsson aukið vísindi íslands með ágætri ritgjörð um íslenzka hveljupolýpa: »Bidrag til Kundskaben om de is- landske Hydroider« (Videnskabelige Meddelelser fra Naturhistorisk Forening i Kjöbenhavn 1902, bls. 47—74, með tveim myndaspjöld- um). Dýrafræði íslands hefir í heild sinni miklu minna verið rann- sökuð en jarðfræði og grasafræði og er þar mikið verkefni fyrir ís- lenzka náttúrufræðinga. Hinir lægri dýraflokkar í sjó og á landi eru þó minst kunnir og um suma hefir ekkert verið ritað. Áður en Bjarni kom til sögunnar þektust frá Islandi 21 tegund hveljupolýpa, en Bjarni hefir fundið og lýst 60 tegundum og þannig bætt 39 tegundum við hin íslenzku dýr af þessum flokki; ein af þessum tegundum var ný fyrir vísindin og hefir hennar áður verið getið í þessu tímariti. Má þetta heita stórmikil framför í ekki stærri dýradeild og væri óskandi að jafngóð þekking fengist bráðum um aðra hina lægri sædýraflokka. Þ Th. Ritsj á. ÍSLENDINGASÖGUR 30.—38. Rvík 1901 —1902 (Sigurður Kristjánsson). í þessum 9 heftum eru þessar sögur: Bandamanna saga, Hallfrdbar saga, Porsteins saga hvíta, Þorsteins saga Síbu-Hallssonar, Eiríks saga rauba ok Grœnlendingaþáttr, Þorfinns saga karlscfnis, Kjal- nesinga saga, Bdrbar saga Snœfellsáss og Víglundar saga. Sex hinar fyrst töldu af sögum þessum eru sannar sögur, en þrjár hinar síðast töldu eru hreinar skáldsögur, og þó engu síður merkilegar en hinar á sinn hátt. — íslendingasögur ættu framar öllum öðrum .bókum að vera i hvers manns húsi og það ætti því ekki að þurfa annað, en að skýrt væri frá því, að þær væru út komnar í handhægri og mjög ódýrri út- gáfu, til þess að hver maður keptist eftir að ná í þær sem fyrst. Vér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.