Eimreiðin - 01.05.1903, Blaðsíða 67
147
skin var og bjart veður. Hann sér þá Hafliða standa öðrumegin
við skálagluggann og leggja eyrað við glugganum eins og hann
væri að hlera eftir, hvað gerðist þar inni. G. P. færir sig þá nær
honum, en Hafliði fer undan, og svona halda þeir fram með
bæjarkömpunum. En við bæjarhornið hverfur Hafliði alt í einu.
G. P. hugkvæmdist að gæta í snjóinn, þar sem Hafliði hafði
farið. Hann sá engin spor eftir hann. Svo fór G. P. að hugsa
um, hvernig honum hafði sýnst Hafliði búinn — í síðri úlpu í
stað stutttreyjunnar, sem hann hafði verið í, þegar hann lagði á
stað frá Mýrartungu«.
G. P. fær síðan að vita hjá Guðfinni að Hafliði hafði fengið
lánaða síða úlpu utan yfir sig á bæ, sem þeir komu við á undir
fjallinu.
»G. P. leit æfinlega svoá, sem úlpan væri aðalatriðið í sög-
unni. »Ef þessi sjón hefir ekkert verið annað en hugarburður«,
sagði hann við mig, »þá hefði ég ekki farið að ímynda mér, að
ég hefði séð manninn öðru vísi klæddan en ég sá hann áður.
Imyndunaraflið gat naumast klætt hann í úlpuna, sem hann var í,
þegar hann lézt, en ég hafði enga hugmynd um««.
Sannleikurinn í þessari sögu mundi nú ef til vill geta verið
eitthvað á þessa leið og virðist sagan ekki að neinu leyti geta
styrkt trúna á afturgöngur, heldur þvert á móti: Pegar Hafliði
er sofnaður, sígur líka blundur á Guðfinn og er geigur í honum
út af orðum Hafliða. í*á dreymir hann, að Hafliði rísi upp o.
s. frv. eins og áður er sagt. Hann hrekkur upp með andfælum
og rýkur út í bylinn örvita af skelfingu. — Hér mætti ef til vill
geta þess, að draumar hafa einatt verið hinn mesti frömuður
allrar trúar og hjátrúar; draumar hafa t. a. m. verið teknir fyrir
vitranir frá guði um heilagleik manna, og vitrir menn hafa jafnvel
talið svo, að öll trú á sjálfstæða sál ætti rót sína að rekja til
drauma. Menn hefir dreymt ættingja sína og vini, sem vóru
löngu dánir, og af því hefir æxlast sú trú, að þeir lifðu enn ein-
hvers konar lífi; eins hefir þá dreymt, að þeir færu sjálfir láð
°g lög, þar sem aðrir gátu sagt þeim, að þeir á sama tíma hefðu
legið grafkyrrir. Af því hefir risið sú trú, að menn væru tvö-
faldir í roðinu og sálin gæti farið um víða veröld, þó að líkaminn
væri kyr á sama stað. En þar að auk ber þess að gæta, að
io'