Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Blaðsíða 53

Eimreiðin - 01.05.1903, Blaðsíða 53
'33 rennur f’úfuverskvísl frá austri og út í Þjórsá. Er sú kvísl töluvert at- hugaverð, með því bakkar hennar er mjög blautir. Er þá haldið í austur fram með henni, unz komið er að dálitlum fossi, sem fellur niður basaltkletta. Er bezt að fara yfir hana á grýttu vaði rétt fyrir neðan fossinn. Skömmu síðar koma menn að tjaldstað, þar sem sjá má fjárrétt, sem gangnamenn úr Rangárvallasýslu nota i fjallgöngum á haustin. Þar er gras og víðir. Hálfri stundu síðar koma menn að Sóleyjarhöfða, sem er löng hæð eða höfði fram með Þjórsá. Frá Eyvindarveri að Sóleyjarhöfða 2 st. reið. Suðvestan við höfðann er vaðið, eina vaðið á Þjórsá áður en kemur niður í bygð fyrir sunnan. Er þar riðið frá eystri bakkanum út f lítinn hólma og þaðan yfir að vestri bakkanum. Á öllum þrem stöðum eru vörður, sem sýna hvar ríða skal. Austurállinn er mjórri, en dýpri. í leysingum á vorin og þegar miklir hitar ganga er vaðið ófært. Fyrir vestan vaðið er graslendi og kofi. Sé Sprengisandur farinn í gagnstæða átt (frá suðri til norðurs), er farið fram með Þjórsá að austan, milli Hofs- og Tungnafellsjökuls. Miðja vegu milli jöklanna sést Fjórðungsalda eins og flöt hæð, sem rís upp úr sléttunni. Menn ríða vestan við hana. Frá Fjórðungsöldu halda menn í landnorður að Kiðagili o. s. frv. II. Leiðin vestan Þjórsár ofan í Árnessýslu. Frá Sóleyjarhöfða er haldið áfram í útsuður, stöðugt fram með Þjórsá. Þá er farið yfir þessar ár: Knífá, sem stundum er ill yfir- ferðar (1 st. reið); Kisá, sem kemur undan Kerlingarfjöllum og ber fram jökulvatn og hefir því blautan og kvikan leirbotn (2 st. reið); Miklalæk ^/2 st. reið; svæðið milli hans og Kisár er kallað Kjálka- ver og eru þar hagar); Dalsá (il/2 st. reið; svæðið milli hennar og Miklalækjar heitir Loðnaver og eru þar góðir hagar). — Frá Sóleyjarhöfða að Dalsá 5 st. reið. Frá Dalsá er haldið áfram að Geldingsá (i1/^ st. reið), þaðan að Gljúfurá (1 ^/2 st. reið), Blautukvísl (il/2 st, reið, —- á milli Gljúfurár og Blautukvíslar heitir Starkaðsver), efri Skúmstungnaá (ix/2 st. reið), neðri Skúmstungnaá (1 st. reið, — milli þeirra heitir Skúmstungur og er þar kofi og góðir hagar). Frá Dalsá í Skúmstungur 7 st. reið. Héðan er sveigt frá Þjórsá meir til útsuðurs yfir fell eitt, Sanda- fell, að Rauðá (: st. reið); síðan er farið fram hjá gili með fossi, högum og fjárrétt (1 st. reið). Þá kemur Fossá (x/2 st. reið) og er þá komið inn í Þjórsárdal með mörgum ayðijörðum og bæjarrústum, sem Bruun rannsakaði 1896. Þá er haldið að Sandá (1 st. reið). Vestan árinnar sjást aftur brekkur, vaxnar skógi, og eftir l/2 stundar reið koma menn að endastöð leiðarinnar, bænum Skriðufelli. Frá Skúmstungum að Skriðufelli 4 st. reið. III Leiðin austan Þjórsár ofan í Rangárvallasýsln. Frá Sóleyjarhöfða að Tungnaá 2 daga ferð. Leiðin liggur yfir sanda svipaða Sprengisandi, eí til vill nokkru öldóttari. Það er riðið fram með Þjórsá að austan, en þó fyrst um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.