Eimreiðin - 01.05.1903, Blaðsíða 63
143
við Manítóba-háskóla og gert þar jafnhátt undir höfði sem þýzku og
frönsku. V. G.
AXEL. Kvæði eftir Esaias Tegnér. Steingrímur 1 horsteinsson
þýddi. Önnur útgáfa. Reykjavík. Prentsmiðja ísafoldar xgo2. Þeg-
ar mér barst í hendur þessi nýja útgáfa Axels, varð mér hugsað til
þess, hve mikið einn unglingur sem ég þekki varð að hafa fyrir því
að eignast eldri útgáfuna. Vinnukona ein sagði honum fyrst frá kvæð-
inu og kendi honum það, sem hún kunni af því. Hann óskaði sér
einskis fremur en að fá kverið í hendur og helzt að eignast það. Eft-
ir margar fyrirspurnir hitti hann bónda, sem átti Axel og það tvö ein-
tök; en annað þeirra var skrifað. Það fékk hann og þóttist ríkur.
Mörgum árum seinna, þegar pilturinn var að læra undir skóla, fékk
hann gamlan mann, sem átti prentað eintak, til að skifta við sig, með
því skilyrði að lofa honum í milligjöf fyrstu bókinni, sem hann skrif-
aði sjálfur! Gamli maðurinn er dáinn og bókin er ekki komin út enn
þá. — Það er gott að sá æskulýður. sem nú vex upp, þarf ekki að
hafa eins mikið fyrir að eignast Axel, því hann á eflaust erindi við
hverja óspilta unglingssál.
Sagan sjálf er yndislega einföld og átakanleg, og Tegnér hefir
búið hana í gull og skart skáldlegrar íþróttar og leiftrandi hugsjóna.
En svo fagurt sem kvæðið er á sænsku, þá virðist íslenzka þýðingin
engu síðri. Þýðandinn hefir með sinni alkunnu snild þrætt frumritið
nálega orði til orðs, og þó er málið alstaðar þýtt og yndislegt. Flestir
mundu hafa ætlað, að fyrri útgáfunni yrði naumast breytt til bóta. en
þó hefir þýðandinn ekki sparað sér ómakið — og tekist það. Sem
dæmi skal ég nefna:
Fyrsta útgáfa:
Hann stóð sem turninn hvelfdur undir
hrynjandi báli í brendum stað,
eins og marmara mynd á gröf,
sem meginbjarg er stöðvar höf.
Önnur útgáfa:
Hann stóð sem skotheld hvelfing undir
bálhnattahríð í brendum stað,
sem meginbjarg, er heftir höf,
sem hugþreks mynd á dáins gröf.
Síðari þýðingin kemst nær frumtekstanum og lýsingin sjálf er snjallari.
Sumstaðar finst mér þýðingin betri en frumkvæðið. Þegar ég var
í Svíþjóð, flaug mér oft í hug lýsingin á Axel:
Vænn var hann sýnum sem á foldu
Norðurheims stundum alast enn
hávaxnir, grannir 'glæsimenn
sem grenitrén á Svíamoldu.
Ég sló svo upp sænska tekstanum. Éar stóð:
Det var en skön gestalt, som Norden
dem föder ánnu nágon gáng,
frisk som en ros, men smárt och láng
som tallar i den svenska jorden.