Eimreiðin - 01.05.1903, Blaðsíða 64
144
Og ekki gat ég að því gert, að mér fanst íslenzka lýsingin hlyti að
vera snjallari og sannari.
Þýðandinn hefir aukið mikið æfiágrip það, er stóð í fyrri útgáf-
unni, og auk þess bætt við þýðingu á hinum fagra Sólaróði.
"Allur ytri frágangur kvæðisins er vandaður. Af vangá hefir það
líklega verið, að tvær línur, sem stóðu í fyrri útg. og ættu að koma
efst á 18, bls., hafa fallið burt:
Horfðu ei blítt á bjarta mund,
er batt svo viðkvæmt þína und.
Ég get ekki lokið þessum línum án þess að senda þýðanda Axels
hlýja þökk fyrir hinar mörgu yndisstundir, sem Axel hefir veitt mér
frá barnæsku, því margt fagurt vísuorðið lýsir enn og lifir í huga mín-
um, og ég þekki marga yngri og eldri, sem hafa sömu söguna að
segja. Gu()m. Finnbogason.
JÓHANNESAR GUÐSPJALL, í nýrri þýðingu eftir frumtextanum.
Rvík iqo2. (Verð: 12 au.)
Flestir þeirra manna, sem vinna að íslenzku þýðingunni á ritning-
unni, hafa öðrum störfum að gegna. Engu að síður miðar þýðingunni
allfljótt áfram. í því lýsir sér áhugi þeirra og starfsþrek.
Éýðingin er að orðunum til mjög nákvæm. Málið á henni er mjog
hrein íslenzka bæði að orðum og orðaskipan. En orðanákvæmni hennar
kemur því stundum til leiðar, að hljómfegurð og hljómblær íslenzk-
unnar nýtur sín eigi.
f’ýðingin er eftir texta þeim, sem fylgt er í ensku bibh'unni nýju.
En á stöku stað er vikið frá ensku þýðingunni, þótt hún sé samhljóða
frumtextanum. Einkum kemur þetta fram í þýðingunni á gamla testa-
mentinu: Fmmtextinn virðist stundum vera lítil eitt teygður til hags
fyrir »hærri biblíurannsóknirnar«. Sakir þess verður þýðingin eigi al-
veg samhljóða frumtextanum að efni til. T. d. má nefna: Við i.Mós.
12,3 er sett neðan máls þýðing, sem er eigi alveg rétt. I ensku biblí-
unni er hennar alls eigi getið. Enn fremur má nefna 1. Mós. 49,10.
Þar er þýðingarmikill efnismunur á ensku og íslenzku þýðingunni. Auð-
vitað er vandi að þýða 1. Mós. 49,10. Og íslenzka þýðingin nýja
fylgir þar að mestu leyti eldri þýðingunni frá 1866.
í þýðingunni á nýja testamentinu ber auðvitað miklu minna á
þessu. Engu að síður er þar á einstaka stað vikið frá ensku þýðing-
unni, þótt hún sé nákvæmlega samhljóða frumtextanum. í íslenzku
þýðingunni er Símon Pétur nefndur ýmist Jónasson (Mt. 16,17) eða
Jóhannesson (Jóh. 1,12 og 21,15-17). Verið getur, að »hærri biblíu-
rannsóknir« finni í nöfnum þessum sterka mótsögn milli guðspjallamann-
anna. En eitt er víst: Hér er alls engin mótsögn í frumtextanum.
Éess hefði átt að geta neðan máls í íslenzku þýðingunni, að bæði
nöfnin væru eftir frumtextanum eitt og hið sama Enska þýðingin er
nákvæmari. Hún bendir á, að hér sé aðeins að ræða um sama nafnið
á tveimur málum (Bar-Jonah, son of John). Þýðingin á Jóh. 2,4:
»hvað skiftir þú þér af mér« er ekki alveg rétt. í*ar er enska þýðingin:
»what have I to do with thee?« nákvæmari og réttari eftir frumtext-
anum. Auðvitað mætti benda á þess konar ónákvæmni á fleiri stöð-