Eimreiðin - 01.05.1903, Blaðsíða 24
104
hans og Friðrik Gíslason ríða og mikið og vel. Ekki heíi eg séð
menn glíma hér og munu það fáir kunna, en ab fóthnöttum hafa
menn oft leikið hér á túninu á sumarkvöldin með kappi og fjöri
og veriö um það í félagsskap, og væri vert að hlúa að þeim leik.
Glímur sýnast svo vandlærðar og vandasamar og svo mikið af
þeim heimtað, að þær verða tæplega alþýðugagn, enda komin yfir
þær einhver þjóðhelgi, sem gerir menn enn þá deigari við að láta
sjá þær til sín, svo nú fást þroskaðir menn varla til að glíma og
drengir vilja varla læra það, þrátt fyrir allar eggjanir og örvandi
ræður um þjóðarsóma og þjóðlega list. Seyðisfjörður er hér víst
ekkert einstakur að því leyti.
Petta, sem nú er talið, mun vera það helzta, sem menn hafa
sér hér til fjörgunar eða skemtunar vetur og sumar. Hér er nóg
af félagslyndum mönnum, sem vel kunna að meta fjörugt samlíf
og örvandi íþróttir, og gætu gert bæjarlífið fullskemtilegt, ef þeir
gæti tekið höndum saman. Vegalengdirnar gera hér mikið til að
skilja menn að og slíta samböndin, því fyrst er Vestdalseyrin að
kalla má algjörlega einangruð á vetrum og þangað ófærur og ör-
æfi, og vegakostnaðurinn hér hefir gert Seyðisfjörð einn af þeim
fáu stöðum á þessari jörðu, þar sem mönnum þykir ódýrra að
kaupa sér vatnsstígvél en að gera göturnar svo góðar að þær sé
færar stígvéla- eða skinnsokkalaust. Milli Búðareyrar og Öldu er
og langt í vondu veðri, og þó það sé hlemmivegur á sumrum, þá
getur hann verið viðsjáll á vetrum. Lítil saga getur sannað þaö:
Ég var á göngu út til Búðareyrar eitt vetrarkvöld í skuggsýnu
veðri með Ernst lyfsala og fleirum. Snjór var á allri jörð og sá
hvorki vegi né brautir. Við vórum komnir út að graflækjunum
fyrir utan Guðmund Björnsson og höfðum við Ernst sökt okkur
ofan í flókin vísindaleg efni, eins og okkur var lagið, og veit ég
þá ekki fyrri til en Ernst hverfur okkur þar ofan í fanndjúpið
með broddstaf og öllu saman, eins og margfætla niður í mjólkur-
trog, og það var að þakka snarræði mannsins og hjálp minni, að
Seyðfirðingar fengu ekki tíma til að gráta yfir því, að þeir áttu
þá engan lyfsala ofan jarðar. Snjóarnir setja líka stundum svo
háa skaflhryggi yfir göturnar, at Nielsen á nóg með að komast
suður á apótek, og má þá nærri geta hvort ekki reynir á augna-
karlana í okkur hinum. Guðmundur Hávarðsson hefir reyndar