Eimreiðin - 01.05.1903, Blaðsíða 79
159
hina íslenzku konu sína, barónessu Ástu, í skautbúningnum íslenzka, því þá urðu
allir stórkostlega hrifnir bæði af fegurð hennar sjálfrar og búningi hennar. Um
þetta fer blaðið svofeldum orðum:
»í*egar fyrirlestrinum var lokið, leiddi baróninn hina ungu frú sína, sem er inn-
borin íslenzk kona, inn í salinn, til þess að sýna áheyrendunum hinn íslenzka þjóð-
búning. Hún gekk að ræðustólnum og las upp kvæði á íslenzku, og á einu auga-
bragði urðu allir viðstaddir sem frá sér numdir. Póttust menn á pallinum í hátíða-
salnum alt í einu sjá eina af hinum þjóðkunnu kóngsdætrum æfintýranna í lifanda
líki. í^að var ekki hinn fallegi búningur einn, sem hafði þessi áhrif, hinn dökki
kyrtill, prýddur fögru saumskrauti, sem lét hálsinn skína óhulinn, og haldið var sam-
an með silfurbelti einu, hið ljómandi höfuðdjásn: breitt gullhlað, sem hinn hvíti
skautfaldur hóf sig upp frá, og frá toppi hans féll aftur fíngerður motur eða slæða
til beggja handa niður á herðarnar. fað var hin álfkenda vera sjálf, sem vakti að-
dáun allra, sem við vóru, — hárið, eins og það væri spunnið úr gullþráðum, hin
óviðjafnanlega fínu litbrigði í andlitinu og þar á ofan augun, sem eru blá eins og
heiðavötn. Menn spurðu sjálfa sig undrandi, hvort slíkar æfintýramyndir væru virki-
lega enn þá til í heiminum, og gleymdu því, að þessi fagra íslenzka kona mælti á
tungu, sem öllum var svo gagnókunn, að menn gátu ekki einu sinni ráðið í þýð-
ingu á einu einasta orði. Hve innilegum tilfinningum þessi ókunna tunga getur lýst,
sýna kvæði þau, sem í gærkveldi vóru gripin af handahófi úr hinum auðuga ljóð-
mælasjóði íslendinga, og sem ekki höfðu mist neitt af frumleik sínum og andríki í
þýðingu Poestions. Að lokum söng söngflokkur söngskólans margraddað lofsöng
eftir Matth. Jochumsson (»ó, guð vors lands«), sem íslenzka tónskáldið Sveinbjörn
Sveinbjörnsson hefir samið lagið við, og sem kórónaði þá mynd, er menn höfðu
fengið af ástandi hinna fögru lista á íslandi«.
ERAMFARIR ÍSLANDS Á 19. ÖLDINNI, ritgerð dr. Valtýs Guðmundssonar í
Eimr. VI., hefir í hinni þýzku þýðingu eftir yfirkennara K. Palleske vakið mikla
eftirtekt og margir ritdómar verið um hana ritaðir í þýzkum blöðum og tímaritum,
og eru sumir þeirra alllangir með yfirgripsmiklum útdrætti úr ritgerðinni. Til dæmis
má nefna þessi blöð og tímarit: »Deutsche Zeitung« (Berlín), nr. 222 (21. sept.
1902); »Vossische Zeitung« (Berlín), nr. 391 (22. ág. 1902); »Neue Freie Presse«
(Vín), 11. sept. 1902; »Globus« (Braunschweig), LXXXI, 16 (24. apr. 1902);
»Allgemeines Litteraturblatt« (Vín), XI, 12 (15. júní 1902; »Literarisches Central-
blatt fur Deutschland« LIII, 39 (27. sept. 1902).
fað er vonandi að þetta leiði til þess, að menn fari nú í útlöndum að fá dá-
lítið réttari hugmyndir um ísland og þjóðmenning þess en hingað til.
FREGNBRÉF FRÁ ÍSLANDI hefir Éjóðverji nokkur, Karl Eugen Schmidt,
sem ferðaðist heima á íslandi síðastliðið sumar, ritað í blaðið »Berliner Lokal-An-
zeiger« fyrir júlí, ágúst og september, og er það allmikill bréfabálkur, enda ber þar
margt á góma Lætur hann mjög illa af landbúnaði íslendinga og segir, að þar
megi með lítilli fyrirhöfn kippa mörgu í liðinn, með betri ræktun og fleiru. Lýsing
hans á hýbýlaháttum og þrifnaði er og alt annað en glæsileg, og verst er, að margt
af því, sem hann segir í því efni, er satt, þó sumt sé mjog orðum aukið og ekki
fært á betra veg. Ymsar allgóðar athugasemdir eru í bréfum þessum, en aftur er
þar líka eigi allfátt, sem er beinlínis rangt og líklega að nokkru leyti lapið upp úr
gömlum ferðabókum. Einna skemtilegust er frásaga hans um fund hans og nokk-
urra alþingismanna við. Geysi, þegar hann hélt að Klemens sýslumaður Jónsson vær'