Eimreiðin - 01.05.1903, Blaðsíða 34
hálfra. Hér er því ekki farið fram á fjarstæðu, heldur aðeins
það, sem reynslan er búin að sýna, að er framkvæmanlegt.
E. J. M. Chevé hét maður, sem varði mestallri æfi sinui í
þarfir þess máls, sem hér er talað um. Hann fæddist í Douarn-
enez á Bretagne árið 1804, dó 1864. Hann var upphaflega lækn-
ir, en hætti þeim starfa og gaf sig síðan allan við söngkenslu-
störfum. það var einkum þetta, sem hann hafði hugann á: að
finna veg til þess, að kenna mönnum að syngja frá blaðinu á svo
einfaldan og auðlærðan hátt, sem unt væri. Til þess vill hann
afnema nótnamerki og í stað þeirra setja tölur og sérstök takt-
merki. Péssi aðferð er kend við hann og kölluð Chevé-aðferð,
þó að höfundur hennar sé í rauninni frakkneskur stærð-
fræðingur. sem hét Pierre Gallin (f. 1786, d. 1821), en Chevé er
sá, sem mest hefir gert til þess, að koma henni á framfæri bæði
á Frakklandi og víðar um lönd. Hér á Norðurlöndum hefir Jörgen
Malling1 reynt til þess, að koma henni á, en tilraunum hans í þá
átt hefir verið heldur dauflega tekið.
?ó að ég fyrir mitt leyti geti ekki séð yfirburði þessarar
kensluaðferðar, þá ætla ég samt að gera ofurlitla grein fyrir henni
nánar. Fer ég þar að mestu eftir bækling, sem Jörgen Malling
hefir ritað á sænsku »Um söng í alþýðuskólum«. Hugsun hans
er á þessa leið. I náttúrunni er enginn ákveðinn (absolut) tónn
til, »af því að tónhæðafjöldinn er óendanlegur«: raunar geta menn
myndað tóna með föstum, ákveðnum sveiflufjölda, en þeir eru
ekki til í mannsbarkanum markaðir eða ákveðnir' á þenna hátt.
Pess vegna eru nóturnar óheppilegar við söngkenslu, því þær
tákna og geta ekki annað táknað en tóna með ákveðinni tónhæð
(vissum sveiflufjölda). Og þess vegna er réttara að nota tölur í
nótna stað, af því að tölurnar gefa aðeins hlutfallið milli nótn-
anna innbyrðis til kynna, en það er aðeins þetta hlutfall, sem
ekki má raskast, ef lagið á að haldast óbreytt. Fað er sama
hvort sá tón er kallaður a, b eða c, sem ég byrja á, ef hlutfallið
milli hans og annarra tóna í laginu er rétt; það stendur með öðr-
um orðum á sama, hvort ég syng lagið hátt eða lágt; blærinn
getur breyzt eftir því, hvort það er sungið hárri eða djúpri röddu,
en lagið breytist ekki í sjálfu sér.
Sama er að segja um taktinn. Pað er engin ákveðin (absolut)
1 Tónskáld og kennari í Kaupmannahöfn.