Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Blaðsíða 34

Eimreiðin - 01.05.1903, Blaðsíða 34
hálfra. Hér er því ekki farið fram á fjarstæðu, heldur aðeins það, sem reynslan er búin að sýna, að er framkvæmanlegt. E. J. M. Chevé hét maður, sem varði mestallri æfi sinui í þarfir þess máls, sem hér er talað um. Hann fæddist í Douarn- enez á Bretagne árið 1804, dó 1864. Hann var upphaflega lækn- ir, en hætti þeim starfa og gaf sig síðan allan við söngkenslu- störfum. það var einkum þetta, sem hann hafði hugann á: að finna veg til þess, að kenna mönnum að syngja frá blaðinu á svo einfaldan og auðlærðan hátt, sem unt væri. Til þess vill hann afnema nótnamerki og í stað þeirra setja tölur og sérstök takt- merki. Péssi aðferð er kend við hann og kölluð Chevé-aðferð, þó að höfundur hennar sé í rauninni frakkneskur stærð- fræðingur. sem hét Pierre Gallin (f. 1786, d. 1821), en Chevé er sá, sem mest hefir gert til þess, að koma henni á framfæri bæði á Frakklandi og víðar um lönd. Hér á Norðurlöndum hefir Jörgen Malling1 reynt til þess, að koma henni á, en tilraunum hans í þá átt hefir verið heldur dauflega tekið. ?ó að ég fyrir mitt leyti geti ekki séð yfirburði þessarar kensluaðferðar, þá ætla ég samt að gera ofurlitla grein fyrir henni nánar. Fer ég þar að mestu eftir bækling, sem Jörgen Malling hefir ritað á sænsku »Um söng í alþýðuskólum«. Hugsun hans er á þessa leið. I náttúrunni er enginn ákveðinn (absolut) tónn til, »af því að tónhæðafjöldinn er óendanlegur«: raunar geta menn myndað tóna með föstum, ákveðnum sveiflufjölda, en þeir eru ekki til í mannsbarkanum markaðir eða ákveðnir' á þenna hátt. Pess vegna eru nóturnar óheppilegar við söngkenslu, því þær tákna og geta ekki annað táknað en tóna með ákveðinni tónhæð (vissum sveiflufjölda). Og þess vegna er réttara að nota tölur í nótna stað, af því að tölurnar gefa aðeins hlutfallið milli nótn- anna innbyrðis til kynna, en það er aðeins þetta hlutfall, sem ekki má raskast, ef lagið á að haldast óbreytt. Fað er sama hvort sá tón er kallaður a, b eða c, sem ég byrja á, ef hlutfallið milli hans og annarra tóna í laginu er rétt; það stendur með öðr- um orðum á sama, hvort ég syng lagið hátt eða lágt; blærinn getur breyzt eftir því, hvort það er sungið hárri eða djúpri röddu, en lagið breytist ekki í sjálfu sér. Sama er að segja um taktinn. Pað er engin ákveðin (absolut) 1 Tónskáld og kennari í Kaupmannahöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.