Eimreiðin - 01.05.1903, Blaðsíða 45
125
efstu röddina með hug og sál og sleppa öllum tökum á hinum,
þó ab þær séu ef til vill engu lakari en sú efsta hver um sig eða
í sambandi hver við aðra. Á þessu er engin furða, því til þess
að heyra og njóta fullkomlega margra radda í einu, þarf æft og
mentað söngeyra.
Pað er ekki ætlun mín, að í skólum eigi að kenna tónfræði,
en það er mitt álit, að kennarinn eigi að nota hvert tækifæri, sem
gefst, til að vekja athygli nemendanna á því, sem fallegt er og
vel gert í lagsmíði, raddsetningu (jafnvel þó að margraddaður
söngur sé ekki beinlínis kendur) o. fl., og gera sitt til að bæta og
skerpa smekk þeirra og dómgreind í þessu efni. Eg á hér sér-
staklega við hærri skóla, því þar, sem nemendurnir eru á lágu
þroskastigi, verður því tæplega komið við. Ef lögð væri meiri
álúð við þessa kenslu, þá er ég sannfærður um, að menn hætta
að gleypa við hverjum húsgangi, sem gengur mann frá manni, og
þætti meiri ánægja að listmætum ljóðum.
Pað var ekki ætlun mín með þessum línum, að semja full-
nægjandi reglur eða gera ýtarlega grein fyrir því, hvernig ég hugsa
mér söngkenslu í skólum háttað í öllum smáatriðum. Eg vildi
aðeins gera mitt til að leiða athygli manna, sem um kenslu og
kenslumál eiga að sjá, að gagnsemi sönglistarinnar og tónlistarinn-
ar yfir höfuð að tala, benda á aðalókosti núverandi kensluaðferða
og leiðir til að koma betra skipulagi á þær, til leiðbeiningar þeim
mönnum, sem hafa átt enn þá minni kost á að kynnast þessum
málum heldur en ég.
Sprengisandur.
Höfuðsmaður Daniel Bruun hefir í >Geografisk Tidsskrift« ritað
langa ritgerð um rannsóknir þær á Sprengisandsveginum, sem hann
gerði sumarið 1902 eftir tilmælum amtmanns Páls Briems, sem ásett
hafði sér að láta varða þennan veg, eins og áður var gert við Kjalveg
(1898—99). Herra Bruun hefir farið þess á leit við Eimreiðina, að
hún flytti útdrátt úr þessari ritgerð, og viljum vér verða við þeim til-
mælum, þar sem ætla má, að slíkt mundi geta komið ýmsum að liði,
sem kynnu að vilja nota þennan veg. En rúmsins vegna verðum vér