Eimreiðin - 01.05.1903, Blaðsíða 74
154
Og hugur minn varð þreyttur og sála mín varð sjúk — mjög
sjúk. Mér fanst þekking þessara tíma verða afarlítils virði og
framfarir þeirra hafa gert afarlítið að því, að létta byrði mann-
kynsins.
Og lífið misti birtu sína og yl, og hvíldin flýði mig. En ég
hætti þó ekki að leita; hvíldarlaust leitaði ég. Því inst í sálu
minni — innar allri gleði og öllum vonum — heyrði ég rödd hins
mikla höfundar — í sjálfs mín rómi: Eg skal! — -—
Svo fann ég einu sinni lítið blóm. Pað var ekki uppi á fjöll-
um og ekki heldur á eyðimörku. Pað óx skamt frá veginum í
þéttum gróðri. — jþað var blómið: Gleym — mér — ei.
Og ég settist niður og fór að hugsa: Hvað var það, sem
maðurinn átti allra sízt að gleyma?
Pá varð mér ósjálfrátt að minnast hinna fylstu fagnaðarstunda,
sem ég hafði lifað — minnast þess, er hugur minn faðmaði hina
víðu veröld og rann í eitt við alt hið lifandi líf.
Hverju skyldi maðurinn eiga síður að gleyma en lífinu sjálfu
— hinu fylsta og fegursta lífi? —• —
Og ég fór aftur að hugsa um lífið, en á annan hátt. Og
ég fann, að vissulega er þekkingin mikils virði, en ég fann það
líka, að gildi hennar er afarmismunandi.
Og ég fann, að »eitt er nauðsynlegt« —• að þekkja sjálfan
sig og lögmál síns eigin lífs.
Og ég fann, að það er önnur þekking næst hinni fyrstu —:
þekkingin á hinu samþýðanlegasta í sálarlífi mannanna; því þar
verða þeir að rétta hver öðrum bróðurhönd.---------------
------IJú ert þreyttur, vinur minn. Komdu með mér út í
lundinn og hvíldu þig stundarkorn. En dagurinn er þegar
nærri. — —
III.
«Eitt er nauðsynlegt« — að þekkja sjálfan sig og lögmál síns
eigin lífs.
Pegar þú hefir lært að þekkja sjálfan þig og komist til fullrar
viðurkenningar á þinni eigin smædd — þá roðar fyrir degi hins
sanna lífs. —--------
Hver ert þú, sem ert fullur af hroka og reigingi? — Hver
ert þú, sem telur orð og gerðir meðbræðra þinna sprottin af