Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Blaðsíða 40

Eimreiðin - 01.05.1903, Blaðsíða 40
120 undir það, að því er þetta snertir, sem hér er talað um, af því þeir hafa ekkert lært sjálfir og hvergi getað lært heima á íslandi, þá er ekki við miklu að búast af þeim og ekki mikið af þeim heimtandi. Vér þurfum með einhverjum ráðum að fá mann, sem kann söng, til að kenna þeim, sem veita tilsögn í honum víðs veg- ar út um land, og það ætti ekki að vera ókleifir erfiðleikar á því með aðstoð þings eða góðra manna. Setjum nú svo, að við hvern skóla á Islandi væri spreng- lærður söngkennari, sem syngi eins og engill. Á meðan marg- raddaður söngur er kendur nær því eingöngu, þá mundi kennar- inn ekki koma að hálfum notum. Pað sé fjarri mér að amast við margrödduðum söng í sjálfu sér, en ég vil ekki, að honum sé gert svo hátt undir höfði, að alt annað verði að sitja á hakanum. I fyrsta lagi er mönnum lítil ánægja að því til langframa, þó að þeir kunni nokkrar milliraddir eða bassa. Peir hafa ef til -vill ör- sjaldan eða aldrei gagn af þeirri kunnáttu, þegar skólanum slepp- ur. I öðru lagi er það ætlunarverk skólanna að gera menn svo úr garði, að þeir geti sungið einir, rétt og laglega. I margrödd- uðum söng styður hver annan; oft eru aðeins einn eða tveir menn í hverri rödd, sem halda henni saman, en hinir fleyta sér í þeirra kjölfari. Og það er ekki nema eðlilegt, þegar alt er kent utanað, því menn eru misnæmir á sönglög eða raddir eins og annað. Afleiðingin af þessu er sú, að helmingur allra nemendanna eða meira kann varla nokkra rödd rétta, ef hann á að bjarga sér án annarra hjálpar. Til þess að þroska og lagfæra hljóð manna, er þessi söngkensla óheppileg í frekara lagi. Pó að kennarinn væri allur af vilja gerður, þá gæti hann ekki tekið það tillit til raddsviðs hvers nemendanna, sem nauðsynlegt er, til þess að hljóðum hans sé ekki misboðið annaðhvort með því, að hann er píndur til að syngja hærra eða dýpra en hljóð hans leyfa, eða þá með því, að honum gefst aldrei eða örsjaldan tækifæri á að æfa alla tóna, háa og djúpa, sem hann getur sungið. í þessu sam- bandi er ástæða til að minnast á og finna að því skeytingarleysi, sem á sér stað, þegar mönnum er skipað í raddir. Eg þekki mann, sem var látinn syngja 2. bassa heima, en hefði átt að syngja 2. tenór; ég þekki annan, sem söng 2. tenór, en hefir greinilega bassarödd, og svo er um fleiri. Sumpart er þetta af fáfræði söngkennarans og sumpart af því, að þegar ekki má minna gagn gera en fjórraddaður söngur, þá eru menn drifnir í þær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.