Eimreiðin - 01.05.1903, Blaðsíða 31
111
á brýn, aö ég ráðist á garðinn þar, sem hann er lægstur. — Ef
þetta er rétt, sem ég veit að enginn af þeim, sem til þekkir, ber
á móti, þá hlýtur eitthvað að vera bogið við kensluna, og geti
menn ekkert lært í söng í lærða skólanum á 6 árum, þá er ekki
við því að búast, að árangurinn sé stórvægilegur af eins eða
tveggja ára námi í barnaskólum. Eg vona að enginn skilji orð
mín svo, að ég vilji gera lítið úr þeim mönnum, sem kent hafa
söng í lærða skólanum undanfarinn tíma; ég finn að eins að því
kenslufyrirkomulagi, sem þar hefir verið notað og sem sjálfsagt
er notað þar, sem söngur er kendur í skólum á Islandi.
Eað er auðvitað ekki ætlunarverk söngkennara í lærðum skól-
um, gagnfræðaskólum, kvennaskólum og barnaskólum að gera
söngvara úr hverjum nemanda. Par sem tilsögn er veitt í svo
mörgum námsgreinum, eins og gert er í þessum skólum, þá er
auðsætt, að um slíkt getur ekki verið að ræða. Pað sem hægt
er að gera og á að gera er, að kenna svo mikið í söngfræði og
á þann hátt, að menn geti haft gagn af því, að lagfæra hljóð
nemendanna, að svo miklu leyti sem tími og tækifæri er til, og
að vekja smekk þeirra fyrir fögrum söng og tónlist.
Fullnægir nú söngkenslan, eins og hún hefir verið, þessum
kröfum ? Nei, það er svo langt frá því, að hún uppfyllir enga
þeirra til nokkurs verulegs gagns. Eg skal færa sönnur á það.
Að því er smekkinn snertir, þá má heita, að ekkert sé gert til að
auka hann eða bæta. Aldrei er mönnum bent á eöa athygli
þeirra vakið á því, sem fallegt er eða vel gert í lagsmíði eða
raddsetningu. Ef þeir taka ekki eftir því sjálfir, þá fer það alt
fyrir ofan garð og neðan; sá heimur er þeim algjörlega lokaður.
Um verulega lagfæringu á hljóðum hvers einstaks manns getur
ekki verið að tala, þar sem öll áherzlan er lögð á kenslu marg-
raddaðs söngs. Pað er meira að segja hart á því, að kennarinn
geti greint hverja mannsröddina frá annarri, af því hann heyrir
þær aldrei sérstakar. Eg er sannfærður um, að hann hefir oft
enga hugmynd um hvernig þeir syngja, sem hafa lítil hljóð, af því
þau hverfa saman við hljóð hinna og heyrast aldrei sérstök. Og
þá er söngfræðiskenslunni ekki betur farið. Menn læra að þekkja
nótur og takt! Ekki er nú því að heilsa alstaðar. Og þó þeim
væri kent að þekkja c frá d og heilnótu frá hálfnótu, hvað væri
varið í það í rauninni? Jú, það væri nógu gaman að því, alveg