Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Blaðsíða 47

Eimreiðin - 01.05.1903, Blaðsíða 47
hagi nokkru stærri, sem heitir Áfangatorfur. 1*0 er þar ekki heldur um auðugan garð að gresja, beit fyrir 6—8 hesta náttlangt. Frá þess- um högum er um 2o mínútna gangur að Skjálfandafljóti. 1897 hafði Bruun tjaldað dálítið sunnar og var þar þá allgóð beit, en nú var hún eyðilögð af sandfoki. Að fyr meir hafi verið langt um meiri gróður á þessu svæði, má sjá af 3—4 húsatóftum, sem liggja fyrir sunnan ár- mótin, þar sem Kiðagilsá fellur í Skjálfandafljót. Þar hefir annaðhvort staðið bær eða sel. Næsta dag komust þeir sökum þoku ekki af stað fyr en um há- degi og riðu nú rúma hálfa klukkustund vestur með Kiðagili yfir send- ið og grýtt svæði, unz þeir komust á Sprengisandsveginn. Þar byrjuðu vörðurnar, sem Jón Oddsson hafði reist árið áður og sem nú sýndu vegarstefnuna alllanga hríð í suður, yfir norðurhluta sandsins. Á SPRENGISANDI (á bak við Fjórðungsöldu, í norðri). 1897 hafði Bruun haldið beint frá Kiðagili og að Eyvindarkofa- veri við suðurendann á Hofsjökli, og farið það á 9^/2 klukkustund. En nú vildi hann ekki strax halda svo langt, heldur bregða sér fyrst austur undir Tungnafellsjökul, þar sem Jón kvað góða haga vera í dalverpi einu, Jökuldal. Með því að nota þessa haga sem áningar- stað, varð Sprengisandsleiðin miklu skemmri, og mætti þá framvegis ríða' beint þangað frá Mjófadal, án þess að nota hina lélegu haga við Kiðagil. Frá Kiðagili liggur leiðin í útsuður, fyrst fram með lækjum, sem renna í Kiðagilsá, og því næst yfir lægðir, þar sem dálítið er af mosa og grassnöp fyrir fé. Þaðan liggur leiðin upp á sandinn, þar sem hann er hæstur. í fjarska sést Fjórðungsalda og er nú stefnt á vesturhlið hennar. Eftir hjerumbil 21/* stundar reið eru menn komnir gegnt henni, og vestan við hana liggur alllangt vatn, Fjórðungsvatn. Kringum vatnið sást enginn gróður og ekki sáust heldur neinir fuglar á því. Við suðurendann á vatninu sveigðu þeir nú til landsuðurs yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.