Eimreiðin - 01.05.1903, Page 47
hagi nokkru stærri, sem heitir Áfangatorfur. 1*0 er þar ekki heldur
um auðugan garð að gresja, beit fyrir 6—8 hesta náttlangt. Frá þess-
um högum er um 2o mínútna gangur að Skjálfandafljóti. 1897 hafði
Bruun tjaldað dálítið sunnar og var þar þá allgóð beit, en nú var hún
eyðilögð af sandfoki. Að fyr meir hafi verið langt um meiri gróður
á þessu svæði, má sjá af 3—4 húsatóftum, sem liggja fyrir sunnan ár-
mótin, þar sem Kiðagilsá fellur í Skjálfandafljót. Þar hefir annaðhvort
staðið bær eða sel.
Næsta dag komust þeir sökum þoku ekki af stað fyr en um há-
degi og riðu nú rúma hálfa klukkustund vestur með Kiðagili yfir send-
ið og grýtt svæði, unz þeir komust á Sprengisandsveginn. Þar byrjuðu
vörðurnar, sem Jón Oddsson hafði reist árið áður og sem nú sýndu
vegarstefnuna alllanga hríð í suður, yfir norðurhluta sandsins.
Á SPRENGISANDI (á bak við Fjórðungsöldu, í norðri).
1897 hafði Bruun haldið beint frá Kiðagili og að Eyvindarkofa-
veri við suðurendann á Hofsjökli, og farið það á 9^/2 klukkustund.
En nú vildi hann ekki strax halda svo langt, heldur bregða sér fyrst
austur undir Tungnafellsjökul, þar sem Jón kvað góða haga vera í
dalverpi einu, Jökuldal. Með því að nota þessa haga sem áningar-
stað, varð Sprengisandsleiðin miklu skemmri, og mætti þá framvegis
ríða' beint þangað frá Mjófadal, án þess að nota hina lélegu haga við
Kiðagil.
Frá Kiðagili liggur leiðin í útsuður, fyrst fram með lækjum, sem
renna í Kiðagilsá, og því næst yfir lægðir, þar sem dálítið er af mosa
og grassnöp fyrir fé. Þaðan liggur leiðin upp á sandinn, þar sem
hann er hæstur. í fjarska sést Fjórðungsalda og er nú stefnt á
vesturhlið hennar. Eftir hjerumbil 21/* stundar reið eru menn komnir
gegnt henni, og vestan við hana liggur alllangt vatn, Fjórðungsvatn.
Kringum vatnið sást enginn gróður og ekki sáust heldur neinir fuglar
á því. Við suðurendann á vatninu sveigðu þeir nú til landsuðurs yfir