Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1903, Page 53

Eimreiðin - 01.05.1903, Page 53
'33 rennur f’úfuverskvísl frá austri og út í Þjórsá. Er sú kvísl töluvert at- hugaverð, með því bakkar hennar er mjög blautir. Er þá haldið í austur fram með henni, unz komið er að dálitlum fossi, sem fellur niður basaltkletta. Er bezt að fara yfir hana á grýttu vaði rétt fyrir neðan fossinn. Skömmu síðar koma menn að tjaldstað, þar sem sjá má fjárrétt, sem gangnamenn úr Rangárvallasýslu nota i fjallgöngum á haustin. Þar er gras og víðir. Hálfri stundu síðar koma menn að Sóleyjarhöfða, sem er löng hæð eða höfði fram með Þjórsá. Frá Eyvindarveri að Sóleyjarhöfða 2 st. reið. Suðvestan við höfðann er vaðið, eina vaðið á Þjórsá áður en kemur niður í bygð fyrir sunnan. Er þar riðið frá eystri bakkanum út f lítinn hólma og þaðan yfir að vestri bakkanum. Á öllum þrem stöðum eru vörður, sem sýna hvar ríða skal. Austurállinn er mjórri, en dýpri. í leysingum á vorin og þegar miklir hitar ganga er vaðið ófært. Fyrir vestan vaðið er graslendi og kofi. Sé Sprengisandur farinn í gagnstæða átt (frá suðri til norðurs), er farið fram með Þjórsá að austan, milli Hofs- og Tungnafellsjökuls. Miðja vegu milli jöklanna sést Fjórðungsalda eins og flöt hæð, sem rís upp úr sléttunni. Menn ríða vestan við hana. Frá Fjórðungsöldu halda menn í landnorður að Kiðagili o. s. frv. II. Leiðin vestan Þjórsár ofan í Árnessýslu. Frá Sóleyjarhöfða er haldið áfram í útsuður, stöðugt fram með Þjórsá. Þá er farið yfir þessar ár: Knífá, sem stundum er ill yfir- ferðar (1 st. reið); Kisá, sem kemur undan Kerlingarfjöllum og ber fram jökulvatn og hefir því blautan og kvikan leirbotn (2 st. reið); Miklalæk ^/2 st. reið; svæðið milli hans og Kisár er kallað Kjálka- ver og eru þar hagar); Dalsá (il/2 st. reið; svæðið milli hennar og Miklalækjar heitir Loðnaver og eru þar góðir hagar). — Frá Sóleyjarhöfða að Dalsá 5 st. reið. Frá Dalsá er haldið áfram að Geldingsá (i1/^ st. reið), þaðan að Gljúfurá (1 ^/2 st. reið), Blautukvísl (il/2 st, reið, —- á milli Gljúfurár og Blautukvíslar heitir Starkaðsver), efri Skúmstungnaá (ix/2 st. reið), neðri Skúmstungnaá (1 st. reið, — milli þeirra heitir Skúmstungur og er þar kofi og góðir hagar). Frá Dalsá í Skúmstungur 7 st. reið. Héðan er sveigt frá Þjórsá meir til útsuðurs yfir fell eitt, Sanda- fell, að Rauðá (: st. reið); síðan er farið fram hjá gili með fossi, högum og fjárrétt (1 st. reið). Þá kemur Fossá (x/2 st. reið) og er þá komið inn í Þjórsárdal með mörgum ayðijörðum og bæjarrústum, sem Bruun rannsakaði 1896. Þá er haldið að Sandá (1 st. reið). Vestan árinnar sjást aftur brekkur, vaxnar skógi, og eftir l/2 stundar reið koma menn að endastöð leiðarinnar, bænum Skriðufelli. Frá Skúmstungum að Skriðufelli 4 st. reið. III Leiðin austan Þjórsár ofan í Rangárvallasýsln. Frá Sóleyjarhöfða að Tungnaá 2 daga ferð. Leiðin liggur yfir sanda svipaða Sprengisandi, eí til vill nokkru öldóttari. Það er riðið fram með Þjórsá að austan, en þó fyrst um

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.