Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Page 7

Eimreiðin - 01.05.1904, Page 7
87 vel til, að vér erum lausir við skæðar landfarsóttir og sýnir það því aðeins, hve ísland gæti staðið sig vel, ef það losnaði við þær. Útlöndin eru aftur á móti aldrei laus við þessar farsóttir, þær liggja stöðugt í landi, eru »endemiskar« sem kallað er, og koma jafnt niður ár frá ári að heita má; þar af leiðir og að barriadauð- inn í útlöndum hefir aðeins lítið minkað síðustu 40 ár, svo að samskonar samanburðartafla frá 1865—78 er næstum því óbreytt að því er útlöndin snertir; en þar stendur ísland næst Austurríki sem 3. í röðinni að ofan með um 230°/oo barnadauða. Ef vér viljum fá réttari hugmynd um hlutfallið milli barna- dauðans á ísl. og erlendis, þá verðum vér að taka fyrir svo langt tímabil, að á því hafi gengið allar þær landfarsóttir, sem skæðast. ar eru börnunum, svo sem mislingar, kíghósti og barnaveiki, og þetta getum vér með því að skoða 30 ára tímabilið 1871 —1900, því að á því hafa allar þessar sóttir gengið. Á því tímabili er barnadauðinn að meðaltali i66°/oo eða með öðrum orðum: barnadauðinn á íslandi er svipaður og á Frakklandi. Petta virðist nú að vísu all-álitlegt; en spyrja má: Getum vér þannig beint borið oss saman við útlöndini Er eigi svo mörgu hjá oss ólíkt háttað því, sem tíðkast í útlöndum, að sam- anburður á barnadauða hér og þar sé ómögulegur vegna þess, að bornar séu saman ósamkynja stærðir. Til þess að svara þessu, verðum vér að íhuga þau aðalatriði, sem hafa áhrif á barnadauð- ann, og sjá hver eru sameiginleg á íslandi og erlendis, hver fitin- ist eingöngu erlendis og hver hér. Vér höfum þegar séð að landfarsóttir eru skæðir barnamorð- ingjar, en eins og áður er sagt, er ólíkt á íslandi og í útlöndum að því, að farsóttir koma hér með köflum, geisa yfir landið og fella fólkið unnvörpum, en halda síðan lengri eða skemri vopnahlé. Pessar farsóttir hafa verið tíðari hér, en í nokkru öðru landi í Evrópu, eftir því sem Schleistier hyggur. Barnaveikin er að vísu orðin innlend, en mislingar og kíghósti mega enn þá heita út- lendir gestir. Pað eru þessar sóttir, sem mest hafa deytt af börn- um hjá oss. í útlöndum, þar sem sóttir þessar eru innlendar, ber ekki eins mikið á þeim, vegna þess að þær fara ekki eins geyst yfir, en sá skaði, sem þær valda, er þó óefað að jafnaði eins mikill og hér, svo að í þessu efni er að öllum líkindum svipað með Island og- útlöndin. Hins vegar má heita að vér séum lausir við skarlatssótt enn þá, því að minsta kosti hefur hún lítinn skaða

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.