Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Blaðsíða 75

Eimreiðin - 01.05.1904, Blaðsíða 75
i55 prófessors C. V. Prytz um það efni (í Tímar. Bókm.fél. 1903) og ferðasögur próf. ]?orv. Thóroddsens í Andvara. Ritgerðinni fylgir mynd af Hallormsstaðaskógi. V G. UM VÍSUR Á GÖMLUM RÚNASTEINUM og í fornnorrænum lögum flutti prófessor Finnur Jónsson fyrirlestur á málfræðingasamkomunni í Uppsölum í hitti- fyrra sumar og hefur nú fyrirlesturinn birzt á prenti í »Ark. f. nord. filologi«, XX. Ýmsir vísindamenn hafa þózt finna vísur og vísnabrot á görnlum rúnasteinum og í hinum fornu lögum, einkum fornlögum Svía, þar sem auðvitað úir og grúir af orðum og orðasamböndum, er standa í hljóðstöfum eða ríma saman. Menn hafa jafnvel gengið svo langt, að draga af þessu þá ályktun, að lögin hafi í fyrstu öll verið í bundnu máli. — Á rúnasteinunum eru vísur og vísnabrot mörgum hverjum, en í hin- um stóru söfnum vísindamannanna af »vísum« í Grágás og Gautalögum sér prófessor Finnur ekki neina forna vísu. M. P. UM FORNA STRENGLEIKA í Norðurevrópu (Nordevropas gamle Strenge- instrumenter) hefur fröken Hortense Panum skrifað ritgerð í »Aarsberetningen for 1903 fra Foreningen til norske Fortidsmindesmærkers Bevaring«, (bls. 107—142, með 42 myndum). Fröken Panum er mjög söngsögufróð; hún var það, sem deildi við söngsögufræðinginn dr. Angul Hammerich um tvísönginn íslenzka hér um árið; hún hefur ritað sögu söngfræðinnar. í þessari ritgjörð skýrir fröken Panum fyrst frá því, sem sagt er um hin fornu strengfæri Norðurevrópumanna í ýmsum ritum og sögusögnum frá fornöld, cruit Forníra, crwth Breta (Velsbúa), er seinna meir, en ekki upprunalega, var dregin með boga, chrotta (hrotta) Þjóðverja, sem allar líktust hverjar öðrum og vóru eins- konar lýrur, um hina frægu clarseth íra, telyn Breta og hina forngermönsku h'órpu Engilsaxa, Norðurlandabúa og Þjóðveija. Getur hún þess til, að orðið harpa hafi verið haft í fornöld um öll þau strengleikatól, er hörpuð vóru, svo sem harpa, lýra og sítar, og svarað að því leyti til latneska orðsins cythara. Flestir munu kannast við hörpuslátt Gunnars konungs í ormagarðinum, sem getið er um í Eddukvæðunum og Völsungasögu, og frásögnina um Heimi konung í Hlymdölum og Áslaugu dóttur Sigurðar Fáfnisbana, er hann bar í hörpu sinni. í síðara hluta ritgerðarinnar lýsir fröken Panum fornum strengjahljóðfærum, er fundist hafa og myndum af þeim, er skrifaðar eru á gömul bókfell, höggnar á steina og minningarmörk, skornar í tré í Noregi, o. s. frv. Fyrst eru lýsingar og myndir af fornum lýrutegundum og lýrumyndum, sem hafa fundist, og er þeirra langelzt og merkilegust lýra ein, er fanst suður á týzkalandi fyrir nokkrum árum í hermanns- gröf frá 5. eða 6. öld e. Kr. Á gömlum tréskurðarmyndum norskum er sýndur Gunnar í ormagarðinum, þar sem hann er að slá »hörpuna« með tánum; »harpan« er á flestum myndunum eins, og er ekkert hörpulag á henni, heldur er hún sem eins konar lýra í laginu og svipuðust, virðist mér, engilsaxneskum »hrotta« frá 13. öld, sem enn er til. — í*á eru lýsingar og myndir af hinum eiginlegu hörputegundum, gömlum hörpumyndum og hörpum, sem enn eru til. Elzt allra þeirra er clarseth £rjáns (Brians) íra konungs, er uppi var í lok 10. aldar. Fomfræðingar segja hana þó yngri. Á einni norskri tréskurðarmynd er Gunnar konungur látinn slá hörpu og af þessari tegund hafa söguritarar þeir, er skráðu frásagnirnar um þá Heimi og Norna-Gest, hugsað sér hörpur þeirra, því að í þessum hörpum má geyma ýmislegt og eru op á hörpustokkunum að aftan. í^ess háttar hörpur eru enn til á Bretlandi (Vels) og heita þær telyn og kunna margir á þær þar. — Loks eru myndir og lýs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.