Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Qupperneq 67

Eimreiðin - 01.05.1904, Qupperneq 67
147 penings, Sigurður Sigurðsson ráðanautur um vatnsveitingaengi, Einar Helgason ráðanautur um gróðrarstöðina, Magnús Einarsson dýralæknir um folaldageldingu, Jón Porláksson verkfræðingur um nýtt byggingarlag og Þorvaldur Thoroddsen prófessor kryddar með bréfi úr Svíþjóð. Auk þess flytur árgangurinn tíðindi frá Búnaðarþinginu og margs konar skýrslur og annan fróðleik viðvíkjandi búnaði. Eins og af þessu yfirliti má sjá, er efnið bæði fróðlegt og marg- breytt, og skyldu menn því halda, að allir bændur, sem nokkuð hugsa um framfarir í búnaði, gleyptu við því með hinni mestu áfergju, og enginn þeirra væri í rónni fyr en hann væri búinn að fá sér eitt ein- tak af þessu einkariti þeirra. En það er öðru nær. Samkvæmt reikn- ingum Búnaðarfélagsins fyrir 1901 kom inn fyrir seld Búnaðarrit kr. 157,88, en kostnaðurinn við útgáfuna nam það ár kr. 1231,47. Næsta ár(i902)var kostnaðurinn svipaður, en þá nam andvirði seldra Búnað- arrita kr. 211,49 °S 1 fjárhagsáætluninni fyrir 1904 og 1905 er gert ráð fyrir að andvirðið verði 200 kr. á ári. Hvernig í ósköpunum getur nú á þessu staðið, að ekki skuli seljast meira en 100—150 eintök af þessu nytsemdarriti? Er þetta allur áhuginn á búnaðarmálunum hjá íslenzku bændastéttinni ? Eru þeir ófáanlegir til að færa sér í nyt þá fræðslu, sem mikilli fyrirhöfn og opinberu fé er varið til að veita þeim? Að vísu munu allir meðlimir Búnaðarfélagsins fá ritið ókeypis, svo að telja má að það hafi alls rúma 600 lesendur. En þar sem nálega 40,000 manns lifa á landbúnaði eingöngu og rúm 12,000 á landbún- aði og fiskiveiðum jöfnum höndum, þá mætti ætlast til að lesendur (kaupendur) Búnaðarritsins væru — ekki 600, heldur 6000. V G. FREYR, mánaðarrit um landbúnað, þjóðhagsfræði og verzlun. Rvík 1904. Svo heitir nýtt búnaðarrit, sem þeir eru byrjaðir að gefa út bún- aðarráðanautarnir Einar Helgason og Guhjón Guðmundsson og Magnús Einarsson dýralæknir. Er það alldjarft í ráðist, jafnsorglega reynslu sem menn hafa fengið með sölu á «Búnaðarritinu«. En vera má, að menn vilji heldur kaupa rit, sem kemur títt út (einu sinni á hverjum mánuði) og gefur mönnum búfræðina inn í smáskömtum. Í’ví oft hefur alþýða manna meiri trú á smáskamtalækningum en öðrum. — Rit þetta á að flytja vekjandi og fræðandi hugvekjur um alt það, er að búnaði lýtur, veita mönnum færi á að kynna sér jafnóðum allar hreyf- ingar í búnaði, jafnt utanlands sem innan, svo og að færa mönnum stöðugt nýjustu skýrslur um verð og sölu helztu afurða landbúnaðarins, sem Islendingum má vera sérstakt gagn af að þekkja, og að síðustu, en ekki sízt, veita mönnum færi á að ræða opinberlega búmál, svo að þau lýsist frá sem flestum hliðum. í’ar sem nú útgefendurnir eru manna færastir í þessum fræðum, má búast við, að ritið verði mjög eigulegt, enda er vel á stað riðið í þeim númerum, sem þegar eru út komin. þar eru ritgerðir um hestarækt, um gripasýningar (með myndum), um grasmaðk, nýja mjólkursíu, garðyrkjustörf, verzlunarfréttir, um búnað- arkenslu, um fóðurrófur, jarðabætur í kaupstöðum, um sjúkdóma búpen- ings, gaddavírslögin og ýmislegt fleira. Ekki er það óliklegt, að bændurna 10*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.