Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Blaðsíða 52

Eimreiðin - 01.05.1904, Blaðsíða 52
132 sonur bumbusláttar-konu, en samt kom ég honum svo til manns, að Filippös konungur leitaði eftir vinfengi hans. Og þá er nú Sókrates; hann hafði alist upp við steinhöggvaraiön, en undireins og hann komst til betri þekkingar, þá strauk hann burt frá henni og fór yfir til mín, og geturðu nú heyrt hversu lof hans hljómar á allra vörum. 13. Ætlarðu nú að gefa frá þér, að líkja eftir svo miklum og ágætum mönnum? ætlarðu að gefa frá þér vonina um að vaxa af ágætum verkum, háleitum ræðum og göfuglegri mannprýði, gefa frá þér heiður og frægð, lof og sæmdarsæti, vald og metorð, gefa frá þér að verða frægur og prísaður sæll fyrir mælsku og viturleik? ætlarðu í þess stað að fara í óhreinan kyrtil, verða þrælslegur í líkamaburði og hafa hendur á lyftistöngum, grafölum, hömrum og meitlum, bogra jarðlútur yfir vinnunni með jarðskríð- andi sál, í alla staði auðvirðilegur, en hefja aldrei upp höfuðið né heldur ala í sál þinni nokkra manndómlega og frjálsmannlega hugsun? Ætlarðu að hafa hugann á því, að verk þín verði sam- ræmilega og fagurlega löguð, en ekki skeyta hið minsta um að samræmi og fögur regla skapist í þér sjálfum? Muntu meta þig sjálfan minna verðan en marmarablokkirnar ? 14. Meðan hún var enn að tala þetta, spratt ég upp, því ég eirði ekki að bíða þess, að hún endaði ræðu sína; kvað ég svo upp minn dóm, sneri bakinu að hinni óásjálegu verkakonu og fór yfir til Lærdómslistarinnar, glaður í huga, einkum er mér kom til hugar stafurinn og höggin, sem hin konan hafði veitt mér daginn áður, þegar ég var að byrja. Varð hún í fyrstu vond, þegar ég yfirgaf hana, steytti hnefana og nísti tönnunum, en loksins fór fyrir henni eins og sagt er um Níóbe1, að hún stirðnaði upp og varð að steini. Fað vóru kynja afdrif, sem hún fékk, en þar fyrir megið þið ekki rengja sögu mína, því draumar gera krafta- verk. 15. Hin konan leit til mín og mælti: »Nú skal ég umbuna þér fyrir réttlæti þitt, að þú veittir svo fagran úrskurð. Kom nú þegar og stíg upp í þennan vagn«, — sagði hún og benti um 1 Níóbe drotning í fiebu hafði dirfst að bera sig saman við gyðjuna Letó og metnast yfir henni af barnaláni sínu, að hún ætti tólf börn, en Letó aðeins tvö (Apollon og Artemis). Fyrir þá sök drápu þau Artemis og Apollon börn hennar með örvum sínum, en Níóbe stirðnaði upp af harmi og varð að steinstyttu, er sífelt úthelti tárum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.