Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Blaðsíða 35

Eimreiðin - 01.05.1904, Blaðsíða 35
kórónuna af höfði sér og fleygði henni fyrir fætur Kristi, eins og hann vildi segja, að hann vildi ekki lengur vera hluttakandi í dýrð hans og veldi. En Frelsarinn vissi vel, að sankti Pétur var svo örvæntingar- fullur, að hann vissi ekki hvað hann gerði, svo hann reiddist hon- um ekki. »IJú mátt til með að segja mér, hvað gengur að þér«, sagði hann jafnhógværlega og áður, og með enn þá meiri kærleik í rómnum. En nú stökk sankti Pétur á fætur, og þá sá Kristur, að hann var ekki aðeins hryggur, heldur einnig reiður. Hann snéri sér að Frelsaranum með steyttum hnefum og byrstu augnaráði. Nú vil ég fá burtfararleyfi úr þjónustu þinni«, sagði sankti Pétur. »Eg get ekki verið einum degi lengur í Paradís«. Og Kristur reyndi að sefa hann, eins og hann hafði orðið að gjöra svo oft og einatt áður, þegar hafði fokið í sankti Pétur. sfú skalt vissulega fá að fara«, sagði hann, en fyrst verðurðu að segja mér, hvað það er, sem þér mislíkar«. »Eg skal segja þér, að ég bjóst við betri launum, þegar við báðir þoldum allskonar eymd og volæði niðri á jörðunni«, sagði sankti Pétur. Frelsarinn sá, að hjarta sankti Péturs var fult gremju, og hann fann þó ekki til reiði við hann. »Eg sagði þér, að þú mátt fara hvert sem þú vilt«, sagði hann, »ef þú einungis segir mér, hvað hryggir þig«. Pá sagði sankti Pétur loksins, hversvegna hann væri hryggur. »Eg átti gamla móður«, sagði hann, »og hún dó fyrir nokkrum dögum«. »Nú veit ég hvað gengur að þér«, sagði Kristur, »þú ert hugsjúkur út af því, að móðir þín er ekki komin hingað í Paradís«. »Svo er sem þú segir«, svaraði sankti Pétur, og í sama bili yfirbugaði sorgin hann, svo hann fór að gráta og kveina. »Mér finst þó, ég hefði átt skilið, að hún fengi að koma hing- að«, sagði hann. »En þegar nú Kristur hafði fengið að vita, hvað það var, sem grætti sankti Pétur, hrygðist hann sjálfur. Pví móðir sankti Péturs hafði ekki verið þessleg, að hún gæti komið í Himnaríki. Hún hafði aldrei hugsað um annað en að safna peningum, og fátæklingum, sem staðnæmdust við dyr hennar, hafði hún aldrei 8*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.