Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Blaðsíða 24

Eimreiðin - 01.05.1904, Blaðsíða 24
104 Og togaði’ í skipmenn, unz fullting réð fá, Svo fundu þeir loksins hinn stirðnaða ná. Peir dysjuðu hann hljótt með heiður ei neinn Og hundurinn ýlandi fylgdi' honum einn Og lagðist á jörðu, þar lík undir var, Á lappirnar fram og dó svo þar. STGR. TH. Hríðarbylur. (Kafli úr sögu). Pórður í Hlíð vaknaði snemma um morguninn 3. október 1895. Baðstofan skalf, þekjan hvein, viðirnir brökuðu og rúmið nötraði og kiptist til. Pórður vatt sér fram af stokkinum, klæddist skjótt og leit til veðurs. Pað var komin dimmviðris hríð. Frostið var lítið og veðrið annað slagið nærri kyrt; en annað slagið rak á aftaka bylji útnorðan. Pórði varð fyrst fyrir að líta eftir heyjunum; hann fékk sér reipi og lagði niður á túnið, þangað, er lambhúsheyið stóð. Til þess greip hann kyrra stund og hljóp svo sem fætur toguðu. — Torfið var þurt og ófrosið austan á heyinu og hafði þegar losast um það við fyrirhleðsluna. — Pórður staðnæmdist austan undir heyinu og kastaði mæðinni. Hann hafði aldrei komið út í slíkt voðaveður. Pessa stund var nærri kyrt, en dimt af hríð, svo hvergi sá, og ákaflegur dynur í fjallskörðunum. Dynurinn færðist óðfluga nær, suðandi, hvæsandi, gnýjandi. Pórður hallaðist upp að heyinu og beið; hjartað sló hratt og óreglulega og titraði við; líkaminn varð máttstola og skynjanin dróst saman í hnút um bylinn, sem yfir reið. Svo kiptist heyið snögglega til; torfið gúlpaði á hliðunum, sogaðist fast að þeim aftur og kiptist svo frá enn á ný, spyrnti hleðslunni frá að neðan og kastaðist upp á heymæninn, hver torfa skáhalt á aðra; ein torfan, sem náði lengra niður með hleðslunni, slitnaði sundur, önnur losnaði úr samskeytunum að ofan og þyrl- aðist burtu undan veðrinu. Svo hægði enn um stund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.