Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1904, Blaðsíða 77

Eimreiðin - 01.05.1904, Blaðsíða 77
157 ýmislegt, er bendir til, að svo hafi verið um för Egils og Höfuðlausn eins og sagt er í Egilssögu. í sambandi við ]>etta gerir höf. nokkrar athugasemdir við vísnaröðina í Höfuð- lausn. Vísurnar standa nefnilega ekki í sömu röð í öllum handritunum, og kemst höf. að þeirri niðurstöðu, að réttust sé hdn og eðlilegust, að því er snertir 13.—18. vísu, í Wolfenbiittel-handritinu, sem er annað bezta hdr. af Egilssögu. í þetta hdr. vantar þó 2lf2 vísu af kvæðinu. — í’að er að minsta kosti sennilegt, að 14. v. standi ekki að réttu lagi í 3. stefjabálki. Máske 16. og 18. v. ættu að skiftast á um síðari vísuhelmingana og 14. og 18. v. síðan skiftast á um staði. Eðlilegt er, að þeir, sem fyrstir skráðu drápuna eftir minni, hafi getað ruglast í röðinni á vísunum. M. P. UM HÖGNAKVÆÐI hefur dr. R. C. Boer, prófessor við háskólann í Amsterdam, nýlega skrifað þrjár ritgjörðir í »Ark. f. nord. fllologir XX, son Högna og hefnd hans, og um hina upprunalegu frásögn um dauða Högna í ífiðrikssögu. Högnakvæði er langur færeyskur vikivaki, eitt af Sjúrðar (0: Sigurðar) kvæðum, er þeir svo kalla, fullur af allskonar málalengingum. Boer hefur nú borið þetta kvæði, vísu fyrir vísu og atburð fyrir atburð, saman við dönsk þjóðkvæði og Hveðnarkroniku svokallaða, bent á skyldleik þessara kvæða og rita og sýnt fram á samband þeirra innbyrðis. — Um son Högna, er hefndi hans á Atla konungi, er getið í þessum frásögnum, og er hann nefndur ýmsum nöfnum, sínu í liverju þeirra. í Eddukvæðunum er hans einungis getið í Atlamálum hinum grænlenzku, en þar er ekki nafn hans nefnt, heldur er hann ýmist kallaður Hniflungur, eins og þeir faðir hans og föðurbróðir, eða »sonr Högna«. Boer kemst að þeirri niðurstöðu, að Högni hafi getið son þennan við Guðrúnu systur sinni, þegar hann var fanginn af Atla konungi manni hennar, til hefnda eftir sig og sína, er Atli lét drepa; ætlar hann að sonur Högna hafi fæðst upp með móð- ur sinni, svo sem væri hanrf sonur Atla. þetta álítur hann, að sé einskonar eftirlíking eftir sögninni í Völsungasögu um systkinin Sigmund og Signý, sem einnig að öðru leyti virðist liggja til grundvallar fyrir sögusögninni um hefndina eftir þá Högna. M. P. UM KVÆÐIN í EYÐUNNI í KONUNGSBÓK af Eddu hefur prófessor Finnur yónsson skrifað í »The Journal of English and Germanic Philology« V, 2 (gefið út í Ameríku) og er það ritdómur um grein eftir prófessor A. Heusler um sama efni. í þetta handrit (»Eddu«) vantar 8 blöð, en hvað á þeim hefur verið skrifað, veit enginn, nema telja má víst, að þar hafi verið niðurlag af Sigurdrífu- tnálutn og fyrri hluti þess kvæðis, er endirinn er af á eftir eyðunni, og sem nú er kallað Sigurðarkviða (en meiri). Hvort hér hefur veríð eitt kvæði eða fleiri í milli, eða hvort Sigurðarkviða hafi tekið við af Sigurdrífumálum, er nú spurningin. A þessum 8 blöðum hafa getað verið um 250 vísur og nokkuð í óbundnu máli að auki. Af Sigurdrífumálum kunna að hafa staðið hér svo sem 12 vísur að öllu með- töldu. Hafi nú Sigurðarkviða tekið við af Sigurdrífumálum, ætti hún að hafa verið um 260 vísur, en það væri geysilangt kvæði, miklu lengra en nokkurt hinna Eddu- kvæðanna. Heusler hafði í ritgerð sinni komið fram með þá skoðun, að á milli Sigur- drífumála og Sigurðarkviðu hafi staðið 3 kvæði og 23.—29. kap. í Völsungasögu byggist á þeim; ætlar hann að kvæði þessi hafi verið frá 12. og 13. öld. — Próf. Finnur bendir nú á í ritdómi sínum, að mjög sé ólíklegt, að skrifuð hafi verið í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.